1.1.2007 | 16:37
Hrafnaþing 1.jan.Að fá að vera á öndverðum meiði
Gleðilegt ár ágætu bloggborgarar,gaman að feta sig fyrstu sporin á nýjum vettvangi,sem ég skil nú ekki almennilega ennþá,kann ekki að velja þá sem segja viltu vera memm,minnir á æskudaga,er maður var að velja sér vini eða vera valinn vinur.
Stefni að því að blogga Hrafnaþingsinnganginn 4 sinnum í viku þegar við förum í loftið á ÍNN,vonandi innan nokkurra vikna. Tækjafundur hjá Sonydeild Nýherja á miðvikudaginn og þá sjáum við hvort þeir geta verið búnir að koma tækjunum til landsins fyrir 19. jan, Bóndadag,þannig að fari saman að blóta Þorra og Hrafnaþingi.Hef fulla trú á að það takist og Mentismenn eru tilbúnir að senda merkið okkar út á veraldarvefinn , Breiðbandið og Adsl.
Hlakka til og kvíði í bland fyrir holskelfu pólitísks fjaðrafoks næstu 140 daga,áður en við göngum að kjörborði 12. maí.Held að það sé svolítið breytt landslag.Einhverjar þúsundir kjósenda hafa gengið til liðs við lífskjaraskerðingarstefnu Andra Snæs og vinar míns Ómars Ragnarssonar,sem virðast hafa náð að sannfæra þetta fólk um að við getum haft vel til hnífs og skeiðar með því að horfa á eyðisanda og foráttu jökulfljót og fá hugmyndir.
Þetta mun verða í tísku einhver ár eða jafnvel áratugi þar til kreppir að á lands eða heimsvísu og fólk þarf fyrir alvöru að herða beltið, hækka skatta,lækka bætur og draga úr ríkisbúskap.
Fólk gleymir því í regnbogagullpottsæðinu að hér höfðu starfað áratugum saman nefndir,sem höfðu farið knékrjúpandi um heimsbyggðina í leit að fjárfestum í iðnaði á Íslandi.
Svo dettur hér inn,næstum fyrir algera tilviljun ,fyritæki ,sem er tilbúið í slaginn með milljarða dollara og úr holum sínum skríða úrtölumenn,sem helst vilja byggja ríkisbúskapinn á prjónum og árabátum og svo auðvitað hugmyndum.
Ég elska Ísland og tel mig harðan umhverfissinna.Ég byggi afkomu mína m.a.á að nýta eina af náttúruperlum Íslands , Langá á Mýrum , mér og Langárbændum til hagsbóta. Ég lærði að vera umhverfissinni við fótskör Ómars Ragnarssonar.Horfði hugfanginn á Stiklurnar hans og sá Ísland í nýju og heillandi ljósi.Allt í einu snérust ferðirnar norður í Aðaldal á hverju sumri, ekki um að komast sem fljótast á milli landshorna,heldur að drekka í sig myndirnir af hverju fjalli eða múla,dalverpi, mýrarfláka , firði og flóa.Fyrir það verð ég honum eilíflega þakklátur.
En á milli skildi, er ég skynjaði að þessi margfaldi afi,kannski langafi vildi ekki leyfa löndum sínum að byggja upp framtíðar velsæld komandi kynslóða með nýtingu landsins gagna .Ég horfði dapur á þinnan vin minn og samstarfsmann í leikaraskap fyrir framan myndavélar á Örkinni í Hálsalóni.En ég elska hann jafnmikið eins og við flest gerum en ég elska mest lýðræðið,sem tryggir að við getum verið á öndverðum meiði af hjartans lyst.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Orð í tíma töluð. Er nokkur von til þess að Ómar og Andri Snær lesi þessi orð þín?
Róbert Trausti Árnason (IP-tala skráð) 1.1.2007 kl. 16:51
"Regnbogagullpottsæði" Snildar orð og það nær einhvernveginn svo vel yfir þessa fjallagrasalógic alla saman.
Eiður Ragnarsson, 2.1.2007 kl. 00:19
Skemmtileg umhverfispæling. Mér finnst líka Ómar mjög smartur og íslenska þjóðin tók alveg vil sér. Náttúrulega passlega snemma til að það væri of seint að hætta við. Kannski er það líka svona sem við viljum hafa það. Vera öll umhverfisverndarsinnar og efast um hvort við höfum gengið til góðs, götuna fram eftir veg... en passa bara að byrja ekkert að efast að ráði fyrr en það er örugglega of seint að bakka og hætta við.
Ég reyndi að kynna mér það sem ég gat um Kárahnjúka og gat ekki séð annað en það væri vel réttlætanlega að virkja þarna. Ég fékk kannski ekki nógu góðar upplýsingar og hefði kannski pælt meira í þessu ef það hefði verið þjóðaratkvæðagreiðsla. En mér finnst alltaf orka miklu meira tvímælis hvort það sé réttlætanlegt að binda svona mikið fé í þessu.
Ég held ekki endilega að þetta lón verði ljótt og það verður miklu líklegra að ég komi einhvern tíma á þessar slóðir út af þessum framkvæmdum og vegum þeim tilheyrandi. Ég blæs á þá sem segja að þetta skaði túrismann, það er fólk sem ekki veit hvað túristarnir hrífast af á Íslandi. Aðalmyndin frá Íslandi er ekki Gullfoss, aðalmyndin á vefsvæðum túristanna erlendu er mynd af affallinu þarna á Svartsengi þessu Bláa lóni. Verst að Hálslón er ekki nær alþjóðaflugvelli.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 2.1.2007 kl. 21:14
Ingvi er ekki hægt að virkja Langá á Mýrum. Ætti að vera auðvelt að semja við hagsmunaaðila skv. þessum pisli þínum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 3.1.2007 kl. 12:15
Orð í tíma töluð Ingvi, en það getur verið erfitt að berjast við fjölmiðlamenn eins og þú veist, upp til hópa virðast nefnilega háværustu og actívustu blaðamennirnir vera vinstra megin við miðju og halda að þeir séu á móti virkjunum. Ómar og co virðast hins vegar hafa hitt á viðkvæman blett hjá nokkuð mörgum úlpum!! Annars er það mín skoðun að gangan niður Laugaveg hafi ekki innihaldið fólk sem mótmælti Kárahnjúkum heldur hafi þetta verið meðmælaganga með Ómari sem slíkum, skitt með málstaðinn. Haltu áfram að blogga maður!!!!
Jóhann Hannó Jóhannsson, 5.1.2007 kl. 06:48