RÚVhroki Kastljóss vekur óhug

Gestur Hrafnaþings í dag 20. júní, Arthur Bogason leiðtogi smábátasjómanna,sem berjast af hörku gegn því að farið verði að ráðum Hafró um niðurskurð þorskafla um 63 þúsund tonn.

Segja Hafró ekki virða reynslu sjómanna,segja Hafró í raun óalandi og óferjandi.Ef við einkavæddum Hafró, myndum við fá öðruvísi niðurstöður en hjá ríkisstarfsmönnum??.Við spyrjum að því.

 

RÚVhroki Kastljóssmanna vekur sannast sagna óhug. Var svo sem búinn að sjá og finna fyrir RÚVhroka fyrir alllöngu hjá Þórhalli “ ekki lengur” vini mínum Gunnarssyni.Þekki þennan hroka því ég var haldinn honum sjálfur,sem fréttastjóri sjónvarpsins  seint á síðustu öld.Reyndi að fara vel með hann, tókst misjafnlega.Hraunaði stundum yfir fólk,sem átti það ekki skilið. Á sama hátt og vinur minn ungi og efnilegi Helgi Seljan gerðist sekur um gagnvart frú Jónínu Bjartmars.

 

Ég fékk tvær eða þrjár rasskellingar frá Siðanefnd BÍ og í kjölfarið meira að segja opinbert áminningarbréf frá Markúsi Erni Antonsyni,sem ég gaf nú aldrei rassgat eða roð fyrir. Hvað þá að mér dytti í hug að fara munnhöggvast við þetta lið eins og Þórhallur gerir með hreint dæmalausum hroka. Menn eiga að taka til sín gagnrýni,læra af henni og þroskast,sérstaklega ef þeir sitja á hrokastólum í skjóli lögverndaðrar sjálftöku fjár til að fjármagna þjóðarkastljós af æði misjöfnum gæðum.

 

Ætlast til að Páll Magnússon taki þetta mál þeim tökum,að verði til að bæta þjóðmálaumfjöllun Sjónvarpsins,sem í allri sanngirni er til fyrirmyndar á margan hátt,en má bæta.

 

Einn dagur enn og eitt hænufet til birtu svo snýr hænan við og stoppar ekki fyrr en við vetrarsólstöður.Merkilegt hvað þessi dagur vekur með mér angurværð.Er það vegna þess að ég veit að samverustundum mínum með fuglunum,sem ég elska, lýkur innan 8 vikna eða svo, eða er það bara vegna þess að ég veit að 64. sumri mínu á jörðu lýkur fyrr en varir.

 

 Ég ætla

 að njóta nóttlausrar voraldar veraldar og þakka almættinu fyrir að hafa fengið að fæðast á Íslandi af yndislegum foreldrum, Lóu Tynes og Jóni Sigtryggssyni,sem að auki gáfu mér 4 systini sem ég elska og gáfu mér barnungum frelsi til eigin athafna, hvort sem var til náms eða vinnu til sjós eða lands og urðu að auki mínir bestu vinir til dauðadags.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband