Ekki skárri kvennakjörin í henni Ameríku

Hrafnaþing 25.apríl 2007.

Heil og sæl á miðvikudegi, hér á eftir sjálfstæðiskonan Guðfinna Bjarnadóttir og samfylkingarkonan Kristrún Heimisdóttir .en samfylkingarkonan Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir.forfallaðist á síðustu stundu vegna fjölskylduveikinda. Við ætlum að
Skoða núningspunkta og snertifleti þessara tveggja flokka .

Sé það að vorið er að bresta á ykkur þarna heima og Siggi stormur boðar 20 stiga hita um helgina,er við flytjum Key Largo myndverið heim,ekki leitt að heyra það og sannast þá hið fornkveðna að aftur kemur vor í dal eins og Siglfirðingurinn og síldarsaltandinn Daníel Þórhallsson söng svo fallega.

Mér líst vel á samkomulag við Norðmenn og Dani um samstarf í varnarmálum þótt það þýði svo sem ekki mikið,annað en að við borgum eldsneyti á vígvélar þeirra,er þeir koma upp að Íslandsströndum.Okkar aðal varnarsamningur er eftir sem áður við Bandaríkin og svo okkar NATO-aðild.Ég sé ekki beinlínis þörfina á svona formlegu samkomulagi,en sé heldur ekki að það skemmi neitt. Erum í raun að auka formlega samstarf innan NATO við tvær aðildarþjóðir umfram aðrar.Held ekki að Valgerður Sverrisdóttir tryggi sér nein aukaatkvæði út á þetta eins og rasskellingin með síðustu skoðanakönnun í hennar kjördæmi sýnir

Bandarísku háskólakvennasamtökin birtu athyglisverðar niðurstöður í fyrradag.En könnun samtakanna leiddi í ljós að kynjabundin launamunur hér vestra ári eftir útskrift frá háskóla nemur 20 prósentustigum,en launa kvenna eru þá 80% af launum karla. Munurinn heldur áfram að aukast og 10 árum eftir útskrift eru laun háskólagenginna kvenna aðeins 69% af launum karla í sambærilegum störfum.

Þá kemur einnig fram,að þegar búið er að taka tillit til vinnustundafjölda,starfsvettvangs,barnaeigna og annarra atriða eru engar skýringar á fjórðungi launamunarains. Að auki er niðurstaðan sú að það er ekki virt í launum kvenna að þær eru með heldur hærri einkunnir en karlar við brottför úr háskóla.

Hafði gaman að því í þættinum Boston Legal,sem sýndur var í gærkvöldi og verður væntanlega sýndur á Íslandi á sunnudag notar lögfræðingurinn Alan Shore,sem rök í málflutningi að 57% háskólakandidata hér vestra eru konur.Ég held að sambærileg tala á Íslandi sé 66%. Allt þetta veit Guðfinna Bjarnadóttir betur en flestir aðrir. Hún var að koma frá Ísafirði rétt áðan,þar sem Ólína Þorvarðardóttir fyrrum skólameistari er að vinna að undirbúningi háskólanáms.

Sett að mér hálfgerðan hroll við að sjá að heimilin á Íslandi eru í vaxandi mæli farina ð taka lán í erlendri mynt.Getur verið að fólk haldi það að örkrónan okkar geti haldið áfram að vera einhver ofurmynt á erlendum gjaldeyrismörkuðum.Er fólk búið að gleyma frjálsu falli,er hún fór fyrir nokkrum arum í 115 krónur á örfáum vikum.Þessi skráning nú upp á 64 krónur fyrir hvern dollar er hrein blekking og tálsýn að mínu mati og getur ekki öðru vísi en endað með óhugnanlegu krassi.Íslenska krónan hefur enga burði til að vera ofurmynt og ég held einhvern veginn að yfirstjórn Seðlabankans lifi í heimi,sem á ekkert skylt við raunveruleika.Ein rök fyrir slíkri staðhæfingu eru himin og haf á milli þjóðhagsspádóma bankans og Fjármálaráðuneytisins,sem einfaldlega eiga sér ekki hliðstæðu. Mér datt í hug er ég sá spá Seðlabankans hvort þarna væri á ferðinni brandari frá Davíð Oddssyni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband