Ekkiaðdáendaklúbbur Ólafs Ragnars að leggjast í þunglyndi?

Hrafnaþing 24. Apríl 2007.

Heil og sæl frá Key Largo á Flórída.Ármann Kr Ólafsson verðandi alþingismaður og Jón Kristinn Snæhólm aðstoðarmaður borgarstjóra viðmælendur dagsins.Tæpar þrjár vikur í kosningar og fylgi Sjálfstæðisflokksins virðist vaxa með viku hverri í flestum kjördæmum. Ótrúlegar tölur frá Vestmannaeyjum 55% fylgi skv. Síðustu könnun.

Sýna ykkur í upphafi aðeins út veðursældina hér á Stórueyju.Þetta er Flóridaflóinn og við horfum í vestur.Bátaskurðinn þessi nefndur eftir einhverjum Marvin B Adams er höggvinn gegnum Kóralinn,en Key Largo er Kóralrif og er aðeins um 600 metra breið nákvæmlega hérna. Og eftir að 600 metra siglingu ertu kominn yfir í Atlantshafið og golfstrauminn,sem lendir við Íslandsstrendur eftir 40 daga.Talandi um Íslandsstrendur, sé ég það á Mbl.is veðrinu að spáð er 16 stiga hita á sunnudag er ég kem heim,nema þarna sé prentvilla.

Ég vorkenni því fólki,sem býður sig fram á forsendum framtíðarsýnar hnignunar,samdráttar og atvinnuleysis.Horfiði á samfylkingarliðið í Reykjanesbæ,sem reyndi að stöðva undirritun viljayfirlýsingar um rannsóknar á orkuöflun til álvers í Helguvík.Horfði á Ómar okkar Ragnarsson,sem nýtur einskis pólitísks fylgis,þótt þjóðin elski hann . Hann hamast og hamast,rembist eins og karlinn við straurinn að stöðva framfarir og áframhaldandi velsæld.Kann engin úrræði sjálfur.

Fólkið í landinu sér þegar líður að ögurstund,að eftir 16 ára stjórnarforystu hræðir upplausn og innbyrðis rígur stjórnarandstöðunnar en stöðugleiki og festa Sjálfstæðisflokksins laðar að sama skapi að. Framsókn mun fljóta með og meirihlutinn mun halda. Væntanlega mun forysta framsóknar sjá að með færri þingmenn þurfa menn að sætta sig við færri ráðherrastóla til þess að geta mannað nefndarforystu.

Sjaldan hefur maður gert jafn rækilega í buxurnar og Jón Baldvin Hannibalsson í Silfri Egils. Engin furða þó Ingibjörg hafi rekið hann af lista.Að fyrrum formaður Alþýðuflokksins kalli menntamálaráðherra ljósku, er svo skemmtilega ruglað að það er vart hægt að vellta sér upp úr því.Hins vegar er þetta sniðugt hjá Agli að fá hann reglulega,því úr verður fréttamatur og tilvísun í þáttinn.Ég vorkenni hins vegar Jóni fyrir að leggjast í svona pólitíska kör og lágkúru til að fróa athyglissýkinni.

Talandi um athyglissýki,hrollur er sagður fara um ekkiaðdáendaklúbb Ólafs Ragnars Grímssonar vegna þess að forsetinn mun hafa falið Guðjóni Friðrikssyni sagnafræðingnum hugprúða að rita ævisögu sína til útgáfu um jólin. Óttast ekkiaðdáendaklúbburinn,að þessi bókaútgáfa sé upphafið að kosningabaráttunni fyrir 2008. Væntanlega á leiðinni risametsölubók,þar sem höfuðáherslupunktur verður án efa skýring og réttlæting á inngripi forsetans í þingræði lýðveldisins.
Meira að segja ég mun kaupa þessa bók.En eins og ég hef sagt við ykkur áður máttum við gera okkur grein fyrir að lífið á Eyjunni bláu yrði aldrei samt eftir að eyjarskeggjar kusu gamla kommúnistaleiðtogann á Bessastaði.

Horfði á Björku á bandarísku spaugstofunni á Laugardagskvöldi,Saturday nite live.Hún brillaraði ef dæmi má mótttökur áhorfenda.Ég dáist mikið að þessari stúlku, þótt tónlist hennar heilli mig sjaldan.Hún er sannkölluð heimstjarna og ég á bandaríska kunningja,sem spurðu mig fyrst af öllu hvort ég þekkti hana og skildu bara ekki,er ég sagðist ekkert vita um hana,annað en það sem þeir hefðu lesið eða séð.

Við hjónin fórum í heimsókn til Key West fyrir helgi með bandarískum vinahjónum. Höfðum ekki komið þarna frá því strákarnir voru litlir. Þessi syðsta borg Bandaríkjanna,sem telur 35 þúsund íbúa er afar sérstök svo ekki sé tekið dýpra í árinni , svona hálfgerð dodgecity þar sem allt er leyft og áreiðanlegt að margir sómakærir landsmenn roðna niðri fót er þeir ganga um hið fræga Duvalstræti er fer að nálgast miðnætti og syndin lævísa og lipra villir og tryllir.
Við borðuðum ævintýralega máltíð á Humarhúsi borgarinnar,þar ég fékk mér m.a. blöndu af humri og sniglum í munnvatnsfossandi hvítlaukssmjöri.
Við fórum síðan á röltið og litum inn á 5-6 bari,þar sem dúndrandi og seiðandi eyjatónlist sveigði og beygði viðstadda,en hápunkturinn var heimsókn upp á þriðjuhæð á bar,sem ég man ekki fyrir mitt litla líf hvað heitir,þar sem gestir eru hvattir til að fara úr hverri einustu spjör og skella sér á dansgólfið.
Við höfðum nú ekki úthald til að bíða svo lengi,en allavega var eitt par bráðuhuggulegt komið á Evu og Adamsklæði,margir komnir úr að ofan og fleiri í stellingum.Ég ráðlegg öllum,sem koma til suður Flórída að keyra þarna niður eftir og gista eina nótt.Þetta er um 200 km frá miðborg Miami og er þú stendur á ströndinni er skilti,sem segir 90 mílur til Kúbu.

Leigubílstjóri sem ók okkur sagði okkur að þegar Fellibyjirnir Rita,Katarina og Wilma gengu yfir haustð 2005 hefði borgin meiri og minna verið undir sjó og 7000 bílar eyðilögðust í Key West einni.Heimshlýnunin mun að ábreyttu, breyta Key west í sker,sem hverfur og kemur upp úr á flóði og fjöru.Ekki seinna vænna en drífa sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband