Góðir fréttamenn falla í gryfju

Hrafnaþing 1. mars 2007.

 

Komiði sæl og afsakið að ekki var nýtt Hrafnaþing í gær . Þetta var bara í annað skipti frá því þátturinn hóf göngu sína á útvarpi Sögu fyrir mörgum árum,að hrafninn var forfallaður. Hitt skiptið var niður á Key Largo,er ég opnaði munninn svo upp á gátt að moskítófluga skellti sér niður á háls á mér og fékk fullnægingar andlát í víkingablóði.Ég ræskti mig hins vegar í heilan sólarhring, fannst hún vera þar endalaust á spena.

 

Vísindamaðurinn og frumkvöðullinn dr Sigmundur Guðbjarnarson fyrrum háskólarektor hér á eftir. Stórfréttir kunna að vera í deiglunni varðandi mátt íslensku hvannarinnar í forvörnum fyrir minnisleysi jafnvel Alzheimer og  karlakrabbameini.

 

Ég vil þakka kollegum mínum á hinum fjölmiðlunum fyrir góða umfjöllun um ÍNN,síminn hjá okkur hefur varla þagnað.Fólk að spyrja hvað sé á boðstólum,hvernig það ná okkur og allt þar í milli.

Ég hef hins vegar litlar þakkir að færa gamla einokunarrisanum Símanum,en margir starfsmenn hans virðast enn ekki vita að hann er nú einkafyrirtæki.Ég vona að ég þurfi helst aldrei að sækja þjónustu til Símans framar. 

 

Makalaust þegar góðir fréttamenn falla í gryfju dómgreindarleysis eins og Kristinn Hrafnsson gerði í gærkvöld á stöð 2 í frétt um laus hjúkrunar og vistunarrými fyrir aldraða,sem ekki er hægt að taka fólk á biðlista inn í sökum manneklu.

 

Fréttin var í sjálfu sér fyrirsjáanleg og enn ein endurtekningin ,en að leiða til kratakerlinguna Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur  krataþingmanninn,fyrirgefið orðbragðið og láta hana masa um að gildandi launasamningar og þar með kjör umönnunarstétta væru ríkisstjórninni að kenna er náttúrlega fyrir neðan allar hellur.Hvers vegna var ekki kallaður til verkalýðsleiðtogi, talsmaður þessa folks,sem þá hefði skýrt út hvers vegna ummönnunarstéttum var raðað í þessa launaflokka. Kristinn Hrafnsson á að vita það að Ásta Ragnheiður, ætti jafnvel sem ráðherra enga möguleika á að breyta kjörum þessa folks.Þess vegna voru ummæli hennar óábyrg og ómerkilegt kosningakjaftæði. Ég skil hana hins vegar ofur vela ð grípa tækifærið, er býðst svona ókeypis hádegisverður.

 

 Ég ætla bara að segja við starfsbræður mína á ljósvakafréttastofunum,nú er tíminn að taka allt sem alþingismenn segja með tvöfölldum fyrirvara. Á það jafnt við um strigabassa stjórnarandstöðunnar,sem ráðaherra,sem munu ótæpilega reyna að misnota aðstöðu sína til að ota sínu glingri, oft innistæðulausum stefnt er að yfirlýsingum.

 

Talandi um strigabassa, aumkunarvert að hlusta á Steingrím J á alþingi í gær öskrandi framan í þjóðina að það eigi að fara virkja Þjórsá gegn vilja bænda. Tóm andskotans lýgi, eins og honum einum er lagið. Við,íslenska þjóðin eigum 95% af öllum vatnsréttindum við Þjórsá.Ég get hins vegar lofað ykkur því að það verður ekki til sá bóndi,sem ekki vill lána sinn traktor í kaupbæti er búið verður að finna rétta verðið fyrir landnotin á 5% prósentunum.Allt annað er bara uppspuni hryðjuverkamanna umhverfissamtaka,sem troða sér oboðnir á fremsta bekk,er innansveitarmenn funda um málið.Eru þar gjarnan fremstir í flokki Hannibalssynir. Lífskjaraskerðingarpostular.

 

Ég hef  átt því láni að fagna undanfarið að njóta afburðaþjónustu íslenska heilbrigðiskerfisins.

Ekki það að neitt hrjái mig heldur ákvað ég að fara í allsherjartékk eftir að æskuvinur minn var bráðkvaddur.Búinn að fara í magaspeglun, ristilspeglun,kransæðasneiðmynd, nýrnasneiðmynd,hjartaþolpróf og margar blóðprufur. 7-9 13, allar niðurstöður mér í hag. Ég náttúrlega löngu komin með afsláttarkort og nýt því þátttöku úr sameiginlegum sjóðum okkar.En fyrst og fremst fyllist maður aðdáun og þakklæti fyrir velútbúnar og vel mannaðar rannsóknardeildir og maður skynjar hversu fumlaus vinnubrögðin eru. Líklegast eru engin fjárframlög almenningi mikilvægari, en þau sem fara í heilbrigðismál,allavega þegar  við þurfum á þeim að halda.Það vakti mig hins vegar til umhugsunar að einn af þeim ágætu sérfræðingum sem ég leitaði til sagði mér að hann gæti ekki brauðfætt fjölskyldu sína á því sem hann hefði í laun hér. Hann færi því reglulega til útlanda þar sem hann lærði til að eiga fyrir salti í grautinn.

 

 

Ég held ég væri orðinn rosalega langþreyttur á að vera kaupmaður.Allr frá því að ríkisstjórn Geirs Haarde ákvað að nota góðærishagnaðinn til að lækka skatta og vörugjöld af nauðsynjavörum hafa stjórnmálamenn  neytendasamtökin og talsmenn verkalýðshreyfingarinnar barið látlaust á kaupmönnum um að þeir styngi þessum lækkunum ekki í eigin vasa heldur láti almenning njóta.

 

Hafa íslenskir kaupmenn í samfélagi 300 þúsunda komist upp með sjálftöku fjár.Aldeilis ekki,frekar síður en svo.Við vitum öll hvað það þýðir að búa við landbúnaðareinokun.Við tókum þá ákvörðun sjálf gegnum þjóðkjörna fulltrúa okkar á alþingi.Við tókum þá ákvörðun að greiða nokkur þúsund íslendingum laun fyrir að framleiða fyrir okkur mjólk,kjöt og aðrar landbúnaðarafurðir.Við tókum ákvörðun um daginn að framlengja búvörusamningi við sauðfjárbændur.Eins og gengur eru menn misjafnlega hrifnir af slíkum samningum,en ég held að það kæmi skrítin svipur á neytendur ef þeir ættu að fara að velja allar þessar afurðir undir einhverjum framandi vörumerkjum.

 

Í allra þessari umræðu vekur eftirtekt að varla er minnst á veitingahús,sem verða æ stærri hluti af neysluvenjum þjóðarinnar.Þar lækkar vaskur,sem leggst ofan á reikningsverðið úr 24,.5% í 7% til viðbótar lækkunin á hráefnisverðinu.Þetta þýðir væntanlega að hamborgarar pylsur og samlökur að ekki sé talað um stórsteikur með bernais lækka verulega.Það þýðir væntanlega líka að heimsóknum fólks á veitingastaði mun fjölga verulega.

 

1 mars er enn einn sigurdagurinn fyrir fólkið á eyjunni bláu í velsældargöngunni,sem hófst fyrir 16 ár er hárprúður borgarstjóri varð forsætisráðherra og hófst ásamt samstarfsmönnum handa við að taka kistla af herðum hokinna þegna. Þegna sem nú eru orðnir svo spilltir af ofeldi að fjórði hver þeirra heldur að leiðin til fyrirheitna landsins liggi gegnum klofningsbrot úr kommúnistaflokki, sveipað grænni hulliðsskikkju.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband