Hrafnaþingsinngangur 27. febrúar í fyrstu útsendingu ÍNN

Hrafnaþing næst á rás 18 á Breiðbandi og Adsl kerfi símans og Inntv.is.Kemur á Digital Ísland vonandi fyrir helgi Það er endurflutt klukkan 20,á miðnætti og 8 næsta morgun

 


 

Sæl og blessuð og velkomin á Hrafnaþing eftir hlé frá því NFS gaf upp öndina í haust langt um aldur fram  og enn mörgum mikil eftirsjá að.Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson borgarstjóri hér á eftir, þar sem við tökum upp þráðinn þar sem frá var horfið í haust. Villi Þ hefur verið fastagestur á Hrafnaþingi í mörg ár löngu  áður en Reykvíkingar báru gæfu til að kjósa hann til forystu í borginni.Það þarf ekki mig sem yfirlýstan stuðningsmann borgarstjórans til margra ára til að segja ykkur að gamli góði villi þ hefur slegið í gegn í starfi, meira að segja hörðustu pólitísku andstæðingar hans kveinka sér yfir því að það sé svo erfitt að finna á honum veikan blett.Borgarstjóranum,sem með tveimur völdum setningum braut á bak aftur innrás erlendra klámhunda.

 

 Hrafnaþing er fyrsti þáttur ÍNN,fyrirtækis sem við feðgarnir ég og Ingvi Örn settum á stofn rétt fyrir áramót. Fyrirtæki,sem í bland ætlar að framleiða og senda út sjónvarpsefni en einkum bjóða fyrirtækjum og einstaklingum upp á margþætta þjónustu í einu af fullkomnari myndverum sem starfrækt eru hérlendis,að því er við best vitum.

 

Þetta myndver er frá A til Ö hannað af Maríönnu Friðjónsdóttur reynslumesta framleiðanda sjónvarpsefnis hér á landi að okkar mati .Hún hefur á kvöldin og um helgar lagt með okkur á ráðin og leitt okkur áfram eins og skólastráka sem við fáum seint fullþakkað. Að auki lagði hún okkur til framleiðslustjóra, son sinn Andra Thor Birgisson sem er með einhvers konar doktorsgráðu frá mömmu sinni miðað við hve allt leikur í höndunum á honum.Svona er þetta fjölskyldu sprotafyrirtæki,byggt upp á vonum og draumum og litlu fjármagni,enda vill engin íslensk bankastofnun hvað þá fjármögnunar eða lýsingarfyrirtæki lána fé til sprotastarfsemi.Allar opnuauglýsingarnar um flæðandi fjárfestingafé eru meira og minna blekking. Það gerir ekkert til, einhvern veginn verða fjármagnsfyrirtækin  að græða. Allar tækja og tæknilausnir ÍNN sóttum við til Nýherja,byggðar á sonymyndavélum,en hinn eini og sanni Gulli Helga hjá Gulli byggir tryggði okkur úrvalsþjónustu iðnaðarmanna hvort sem voru smiðir ,málarar eða rafvirkjar.Þannig hefur okkur á innan við tveimur mánuðum náð að koma ÍNN í loftið.

 

 Í þessum þætti er sem fyrr gróði og meira að segja ofsagróði eingöngu af hinu góða.Stjórnandi þessa þáttar vill líka virkja og virkja meira í dag en í gær og fagnar öllu því fjármagni sem býðst til fjárfestingar hér á landi frá útlöndum.

Ég trúi því til að mynda aldrei að Hafnfirðingar ætli að láta efnahagslega hryðjuverkamenn hræða sig frá því að tryggja um ókomna framtíð traustar fjárhagslegar undirstöður þessa fallega bæjar og þjóðfélagsins í heild.Þeir hafa um áratugaskeið hlegið manna mest að Hafnarfjarðarbröndurum,en þeim er vart hlátur í huga er þeir horfa á ofstækisfulla utanbæjarmenn í skötulíki gamalla krataforingja reyna að grafa undan þeirra eigin velsæld.Seint munu Hafnfirðingar dæma sig til áratuga lífskjaraskerðingar og láta utanbæjarmennina hlægja hæðnislega að baki þeim.Þessu utanbæjarfólki gengur það eitt til í örvæntingu að stöðva efnahagslegan uppgang  sem hefur dæmt þá í 16 ára eyðimerkurgöngu áhrifa og valdaleysis sem ekki sér fyrir endan á.

 

En meira um það síðar,hittum aðeins fyrir son minn Ingva Örn,sem þið hafið fylgst með frá því hann var formaður  í verslunarskóla Íslands og þar til hann útskrifaðist viðskiptafræðingur frá Bifröst í vor,þar sem hann greiddi hæstu skólagjöld sem þekkjast í háskólum landsins öll þrjú árin. Það er ástæðan fyrir því að ég hef  hamrað á því við rektora háskóla Íslands og menntamálaráðherra,að Háskóli Íslands kemst aldrei í fremstu röð háskóla heims nema hann leggi á skólagjöld og losi sig m.a. við afæturnar og letingjana,sem eru mesti fjárhagslegi dragbítur á starfið í Vatnsmýrinni og melunum þar fyrir vestan.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband