Af kjörkassakraftaverkum og afdönkuðum krataráðherrum


Örvænting Samfylkingarinnar fer dagvaxandi og nú þegar Ingibjörg Sólrún er búin að reka Jón Baldvin Hannibalsson frá hirð sinni er annar afdankaður pólitískur fretkarl gamla krataflokksins boðaður á dekk.Jón Sigurðsson,sem einu sinni þáði Seðlabankastjórastöðu sem kratískan bitling, áður en hann fór í skandinavíska kratabitlingaútlegð til Norræna Fjárfestingabankans er fengin til að flytja uppdiktaðan pistil um íslenskt efnahagslíf,sem ekki er í neinum takt við raunveruleikan.Hélt að hann væri vandaðri og heiðarlegri fræðimaður,en svo að hann lét plata sig í svona rugl.Ég segi Pereat Jón Sigurðsson .Jón Sigurðsson hefur greinilega ekki frétt að handbært fé frá rekstri ríkisins í janúar var 19,6 milljarðar og 90 daga hagnaður Kaupþings er áætlaður 25 milljarðar.

Svona uppistönd fyrrum gagnslausra iðnaðarráðherra mun lítt auka veg samfylkingarinnar,sem er á leiðinni að verða af stærðargráðu gamla Alþýðuflokksins Þótt Ingibjörg Sólrún hafi í setningarræðu landsfundar lýst flokknum sem fullmótuðum jafnaðarmannaflokki,sem gæti farið í ríkisstjórn á eigin forsendum. Ó boj. Þegar ég segi gagnlaus meina ég það sem allir vita,að í ráðherratíð Jón Sigurðssonar gerðist ekkert sem menn muna eftir og varla að menn muni eftir að Jón hafi verið ráðherra. Rétt til að fólk ruglist ekki vil ég benda á að þetta er ekki sami ráðherrann og nú situr í iðnaðar og viðskiptaráðuneytinu og er enn að setja sig inn í málin.Það er maðurinn,sem tortímandi Framsóknarflokksins Halldór Ásgrímsson valdi sem útfarastjóra ef marka má síðustu skoðanakannanir,Engin í Reykjavík suður, 1 í NV-kjördæmi.Formaður Framsóknarflokksins hlýtur að liggja andvaka og bíða eftir fylgiskönnun í Reykjavík norður.

Gaman að sjá hvernig Mogginn tekur á þessu ruglplaggi Samfylkingarinnar í leiðara . Byrjar á því að mæra Jón Sigurðsson krata fyrir yfirgripsmikla og vandaða þekkingu.Leiðarahöfundur heldur því meira að segja fram í einhverju stundarbrjálæði að þetta sé svo vönduð úrvalsvinna að það megi ekki sjá að ritið sé pólitískur áróður.
Mér datt sannast sagna í hug að Mogginn væri farinn að undirbúa stjórnarmyndunarviðræður við Alþýðuflokksarm Samfylkingarinnar.En svo til allra hamingju sér leiðarahöfundur að sér og fer að fjalla um ritið sem það pólitíska rugl sem það er. Segir svolítið um kreppu Samfylkingarinnar,að þeir búi ekki yfir meira mannvali á sviði efnahagsmála,að kalla þurfi afdankaða og fyrrum misheppnaða ráðherra til einhverra björgunarstarfa.

En burtséð frá því hugnast mér ágætlega að farið sé að huga í alvöru að samstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks,því ég fæ ekki séð lengur kjörkassakraftaverk Framsóknar. Að það komi helmingi fleiri atkvæði upp úr kössunum en finnast í skoðanakönnunum.

Ekki flá frjálslyndir feitan gölt með Kidda sleggju innanborðs í NV kjördæmi. Hins vegar hlýtur kjördæmisráð Framsóknarflokksins að naga á sér neglurnar,eiginlega upp að olbogum.

Magnús Stefánsson hæstvirtur félagsmálaráðherra og stakur sómamaður hlýtur og að velta fyrir sér hvað eigi til bragðs að taka.Vinur minn og Húnvetningurinn Steinar J. Lúðvíksson var ekki vafa.Framsókn virti að vettugi landbúnaðarhéruðin norðan Holtavörðuheiðar,er leitað var að frambjóðendum.Þar réðu áður ríkjum bændahöfðingjar á borð við Björn á Löngumýri,Pál á Höllustöðum,Jón og Pálma á Akri og Stefán Guðmundsson á Sauðárkróki.Sjálfstæðisflokkurinn kemst upp með og heldur fylgi sínu í kjördæminu með 2 Vestfirðinga og einn úr Stykkishólmi.
Hér á Key Largo er runnin upp enn einn góðviðrisdagurinn,sem ógnar nú lífi og störfum fólks í Suðurhluta Flórída.Vatnsból þessa svæðis, Okeechobeevatn skammt norður af þéttbýlissvæði Fort Lauderdale og Miami er nú einum og hálfum metra lægri en í meðalári og segja kunnugir að jaðri við að lýst verði yfir neyðarástandi.

Stór svæði Evergladesþjóðgarðsins eru bókstaflega skrælnuð og krókodílar hrekjast umvörpum inn í íbúðabyggðir gegnum skurði og síki.Liggur við daglegar fréttir af fólki sem hringir í neyðarlínuna vegna óboðinna gesta.

Sáum í gær mynd af 4 metra flykki,sem hafði hringað sig um piknikborð í Kendallhverfi í hjarta Miami.

Manni finnst hálf ótrúlegt að tala um þurrk,því að í gær myndaðist óvænt hitalægð á Flórídaflóanum og bókstaflega sökkti á 2 klukkustundum öllum helstu umferðaræðum miðborgar Miami.Lá við að fólk sem ætlaði að leika golf í gær þyrfti klofstígvél til að komast af völlunum.

Fréttir vikunnar hér vestra snérust óvenjulítið um stjórnmál og Írak heldur faðerni dóttur Önnu Nichol Smith,brottrekstur útvarps og sjónvarpsmannsins Don Imus og réttarhneykslið við Dukeháskóla.Þar hafði óheiðarlegur saksóknari ákært 3 íþróttamenn fyrir nauðgun og breytt lífi þeirra í logandi helvíti.

Dómsmálaráðherra Karólínufylkis bað þremenningana opinberalega afsökunar í gær og felldi allar ákærur niður.Nifung saksóknarinn umræddi á yfir höfði sér vítur og embættismissi.Verð að segja sjálfur eftir að hafa fylgst með þessu ótrúlega máli í heilt ár,að hann á annað hvort heima á geðveikrahæli eða bak við lás og slá.

Útvarpsmaðurinn Don Imus hjá CBS og sjónvarpsmaður hjá MSNBC er nú atvinnulaus eftir að hafa kallað körfuboltastúlkur Rutgersháskóla þvottakústahausa eða eitthvað í þeim dúr. Þetta flokkast undir kynþáttahatur og þrátt fyrir að Imus hafi í heila viku skriðið á 4 fótum og beðist afsökunar er móðursýkin slík að báðir risarnir CBS og NBC þorðu ekki annað en reka hann enda höfðu allir stærstu auglýsendur fyrirtækjanna kippt að sér höndunum.Gerði mér í raun ekki grein fyrir hve óskaplega viðkvæm bandaríska þjóðin er,er kemur að kynþáttamálum.Skömmin á þrælahaldi forfeðranna og mismunun hvítra manna gagnvart öðrum kynþáttum fram á þennan dag ristir greinilega djúpt í þjóðarsálina.

Imus þarf hins vegar örugglega ekki að kvíða löngu atvinnuleysi,hann er nú orðinn eftirlæti öfgahópa til hægri og mun geta valið úr atvinnutilboðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband