Kastljóssfólk snyrtilega tuskað til

Gladdi mig að sjá að PM er kominn til baka upp í Efstaleiti eftir tregfiskirí norðan heiða.Kastljósi í gær lauk snyrtilega á því að kynnir tilkynnti að siðanefnd BÍ hefði úrskurðað brot Kastljóss og Helga Seljan gagnvart frú Jónínu Bjartmars alvarlegt og hægt væri að skoða úrskurð og andsvar á vef RÚV.

Svo er bara að læra af þessu og vanda betur til verka næst.Mín reynsla er að auðveldara er að fá mál á hreint með kurteisri og málefnalegri festu í spurningum,en með hasar og  látum. Mín spá er að Helgi Seljan eigi eftir að skipa sér í fremstu röð fjölmiðlamanna, ef hann hefur til þess nennu.

Horfði á magnað sjónarspil náttúrunnar í gær, rétt er sól lengsta dags árins var að hverfa bak við vesturfjöllin.Sá allt í einu fuglager á vesturbakka Stangarhyls,sem eltu tvær tófur sem hoppuðu og skoppuðu, gersamlega áhyggju- og áhugalausar um þetta fiðurfé. Svo hlupu þeir niður skriðurnar og yfir Langá milli Stangarhyls og Réttarhyls og upp að blettinum fyrir utan borðstofugluggann minn til að kanna fæðuframboð.Það var ekkert og þá héldu þær bara áfram með kríuskara á eftir sér. Ótrúlega margbrotið sjónarspil.

Eitthvert ótrúlegasta pólitíska sjónarspil seinni tíma, er landfyllingarhugmynd bæjarstjórans í Hafnarfirði um stækkun árversins. Forstjóri Alcans svaraði kurteislega að þeir myndu skoða málið ef bæjarstjórinn teldi það vænlegt.Í einkasamræðum velti forstjórinn fyrir sér hvaða rugl þetta væri í manni,sem hefði með aðgerðarleysi persónulega  komið í veg fyrir stækkun álversins. 

Ruglið er auðvitað til komið af því að það er að fjara pólitískt undan Lúðvík Geirssyni,sem hefur gert sig að algeru fífli í málinu og ekki hvað síst með þessu landfyllingarútspili. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband