Eiga fátækir að fá fúlgur úr ríkissjóði?

Sæl og bless.Velkomin á Hrafnaþing, þriðjudaginn 10 apríl.Við sendum að vanda út frá Fiskislóð 14 og Key Largo á rás 18 á Breiðbandi og adsl kerfi Símans.

32 dagar í kosningar og það fer hálfgerður hrollur um mig bara við tilhugsunina um greinaflóðið sem bíður okkar.En þessar kosningar verða gríðarlega mikilvægar,vegna þess að við kjósum first og fremst um það hvernig við viljum verja þjóðarauðnum.Hvernig við viljum nýta landsins gagn og nauðsynjar til að tryggja áframhaldandi velsæld.
Við byrjum kosningaumfjöllunina með þeim Jóni Kristni Snæhólm aðstoðarmanni borgarstjóra og Guðlaugi Þór Þórðarsyni stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur.

Mér er hugsað til föður míns heitins Jóns Sigrtyggssonar tannlækningaprósessors því að í dag eru liðin 99 ár frá fæðingardegi hans.Mér er líka hugsað til bókarinnar Virkir Dagar,eftir Guðmund Hagalín,sem lýsir lífinu við Eyjafjörð á þeim tímum,sem faðir minn var að alast upp á Hjalteyri og Akureyri.Þetta voru hálfgerðir molbúatímar og það er í raun óskiljanlegt að íslenska þjóðin með sínar 300 þúsund hræður, skuli í dag státa af hlutfallslega bestu lífskjörum á Vesturlöndum.

Við sitjum oft á spjalli við bandaríska vini okkar yfir málsverði eða kvöldkaffi og reynum að skýra út fyrir þeim íslenska undrið.Sumir þeirra eru búnir að koma til Íslands og heimsækja okkur, spila golf á miðnætti eða renna fyrir fisk.Hafa jafnvel farið hringinn um landið.Skilja ekki hvernig svo fáir geta gert svo margt, við slík skilyrði að jafnvel þegar sólargangur er lengstur þurfa menn að vera í peysum eða úlpum.

Hvernig er það í ósköpunum,þegar myrkrið og kuldinn ræður ríkjum,spyrja þeir og fer hrollur um þá.Maður brosir bara og ypptir öxlum,þetta er bara svona.Römm er sú taug og bendum á kunningjafólk okkar hér,sem á sjötugsaldri hafði aldrei farið út fyrir fylkismörk Flórída.

Kannski er engin einhlít skýring til á íslenska góðærinu.Þetta varð bara svona eftir að Ísland var hernumið rétt um það bil,sem ég fæddist.Síðan þá hefur velsældarhjólið snúist,mismunandi hratt og þá helst hökt er vinstri öfl voru við völd og náðu aldrei tökum á efnahagsmálum. Ef til vill var raunveruleg skýring á klúðri þeirra,að þeir voru við völd á óheppilegum tímum,en líklegri skýring,að þeir náðu aldrei samstöðu um aðgerðir sem dugðu.Létu í staðin vaða á súðum,þetta hlyti að reddast.Það kom svo oftast í hlut Sjálfstæðisflokksins að redda hlutunum,oft með sársaukafullum aðgerðum,sem vinstri menn vissu að þurfti að framkvæma,skorti til þess pólitískan vilja og samstöðu.

Getur verið að á þessu hafi engin breyting orðið.Getur verið að ríkisstjórn með aðild Samfylkingar og Vinstri grænna myndi kerfisbundið leggja til atlögu gegn undirstöðum íslenska hagkerfisins.Hvað á fólk að halda sem horfði á leiðtogafund í sjónvarpssal.Var ekki einfaldlega boðið upp á rústun skandinaviska velferðarkerfisins sem svo margir mæra.60 prósent hækkun skattleysismarka og afnám tekjutengingarkerfisins að mestu. Kerfi sem í raun allir stjórnmálaflokkar landsins hafa átt þátt í að byggja upp,til þess að jafna lífskjör og tryggja minnimáttar mannsæmandi kjör.Kerfi sem verkalýðshreyfingin hefur gegnum áratugi stimplað með velþóknun skref fyrir skref.

Það eiginlega hálf brjálæðisleg tilhugsun að það sé til fólk í þessu landi,sem heldur að það geti keypt sér atkvæði með svona rugl loforðum.

Auðvitað er flott hjá verkalýðsleiðtoganum Ögmundi Jónassyni að koma fram í auglýsingu þar sem segir bætum kjörin útrýmum fátækt. Þetta vilja allir gera.Spurning snýst bara um leiðirnar. Eiga þeir em nú eru fátækir að fá fúlgur úr ríkissjóði til að þeir verði ekki fátækir lengur.Hvaða rugl er þetta.
Það er því miður á Íslandi eins og erlendis, hópar af afætum og drullusokkum,sem hafa þá iðju eina að plokka fé af samborgurum sínum.Það eru hópar fólks,sem gera út á velferðarkerfið okkar, ljúga upp á sig örorku,leika á lækna og aðra fræðinga og hringir svo látlaust inn í símatíma útvarpsstöðvanna og kvartar með hásri reykinga og áfengisrödd yfir lágum bótum.

Auðvitað eru þetta öfgadæmi.En hvers vegna eru þeir fátækir,? hverjir eru í raun og veru fátækir ?Eru það einstæðu mæðurnar sem flosnuðu upp úr skóla og vinna á kössum í Bónus á taxtalaunum verkalýðshreyfingarnnar? Eru það framhaldskóla eða háskólanemar,sem eru að búa sig undir framtíðina. Er það fólk sem misst hefur heilsuna?,eða eru þetta aldraðir,sem fóru á mis við lífeyrissjóðakerfið.
Vinur minn Stefán Ólafsson professor er búin að leggja mannáravinnu í að greina fáatæk á Íslandi. Starfsbróðir hans Hannes Hólmsteinn Gizurason hefur lagt önnur mannár í að finna holur í röksemdafærslu Stefáns.Eftir situr fólk og er engu nær vegna þess að útskýringar þessara mætu manna og línurit eru svo flókin,að það skilur þær enginn.

Það er fátækt á Íslandi og verður því miður alltaf,en væntanlega minni en nokkurs staðar í heimi.Velferðarkerfið okkar sem hefur úr milljarðatugum að spila á að vera og er öryggisnet samborgaranna,sem leggja hluta af tekjum sínum til að tryggja hag þeirra sem minna mega sín.Það er svo sáttin milli þeirra sem ræður upphæðinni hverju sinni.er þetta það sem kosningarnar snúast um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband