Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Viðskiptavinir 365, allir eða hluti þeirra urðu fyrir því að áskriftardeild 365 tók tvöfallt áskriftargjald af greiðslukortum fyrir júlímánuð. Sendi út afsökunarbréf samdægurs og í stað þess að endurgreiða samdægurs sögðu þeir að ekkert yrði rukkað fyrir ágúst.Eitthvert ósvífnasta viðskiptatrix seinni tíma. Enda svarar forstjórinn Ari Eðwald ekki formlegum fyrirspurnum um umfang þessarar lántöku, forðaði sér til útlanda. Ef þetta er yfir línuna, gæti hér verið um tugi jafnvel hundruð milljóna króna vaxtalaust lán,sem þetta almenningshlutafél í eigu Baugs tekur hjá andvaralausum áskrifendum. Hlutabréfin eru að vísu í frjálsu falli og stutt í að að Baugur leysi þau til sín,en svona lúaleg vinnubrögð taka auðvitað engu tali. Í Guðana bænum ekki láta þá komast upp svínaríið.
22.6.2007 | 17:05
Kastljóssfólk snyrtilega tuskað til
Gladdi mig að sjá að PM er kominn til baka upp í Efstaleiti eftir tregfiskirí norðan heiða.Kastljósi í gær lauk snyrtilega á því að kynnir tilkynnti að siðanefnd BÍ hefði úrskurðað brot Kastljóss og Helga Seljan gagnvart frú Jónínu Bjartmars alvarlegt og hægt væri að skoða úrskurð og andsvar á vef RÚV.
Svo er bara að læra af þessu og vanda betur til verka næst.Mín reynsla er að auðveldara er að fá mál á hreint með kurteisri og málefnalegri festu í spurningum,en með hasar og látum. Mín spá er að Helgi Seljan eigi eftir að skipa sér í fremstu röð fjölmiðlamanna, ef hann hefur til þess nennu.
Horfði á magnað sjónarspil náttúrunnar í gær, rétt er sól lengsta dags árins var að hverfa bak við vesturfjöllin.Sá allt í einu fuglager á vesturbakka Stangarhyls,sem eltu tvær tófur sem hoppuðu og skoppuðu, gersamlega áhyggju- og áhugalausar um þetta fiðurfé. Svo hlupu þeir niður skriðurnar og yfir Langá milli Stangarhyls og Réttarhyls og upp að blettinum fyrir utan borðstofugluggann minn til að kanna fæðuframboð.Það var ekkert og þá héldu þær bara áfram með kríuskara á eftir sér. Ótrúlega margbrotið sjónarspil.
Eitthvert ótrúlegasta pólitíska sjónarspil seinni tíma, er landfyllingarhugmynd bæjarstjórans í Hafnarfirði um stækkun árversins. Forstjóri Alcans svaraði kurteislega að þeir myndu skoða málið ef bæjarstjórinn teldi það vænlegt.Í einkasamræðum velti forstjórinn fyrir sér hvaða rugl þetta væri í manni,sem hefði með aðgerðarleysi persónulega komið í veg fyrir stækkun álversins.
Ruglið er auðvitað til komið af því að það er að fjara pólitískt undan Lúðvík Geirssyni,sem hefur gert sig að algeru fífli í málinu og ekki hvað síst með þessu landfyllingarútspili.
20.6.2007 | 00:12
RÚVhroki Kastljóss vekur óhug
Gestur Hrafnaþings í dag 20. júní, Arthur Bogason leiðtogi smábátasjómanna,sem berjast af hörku gegn því að farið verði að ráðum Hafró um niðurskurð þorskafla um 63 þúsund tonn.
Segja Hafró ekki virða reynslu sjómanna,segja Hafró í raun óalandi og óferjandi.Ef við einkavæddum Hafró, myndum við fá öðruvísi niðurstöður en hjá ríkisstarfsmönnum??.Við spyrjum að því.
RÚVhroki Kastljóssmanna vekur sannast sagna óhug. Var svo sem búinn að sjá og finna fyrir RÚVhroka fyrir alllöngu hjá Þórhalli ekki lengur vini mínum Gunnarssyni.Þekki þennan hroka því ég var haldinn honum sjálfur,sem fréttastjóri sjónvarpsins seint á síðustu öld.Reyndi að fara vel með hann, tókst misjafnlega.Hraunaði stundum yfir fólk,sem átti það ekki skilið. Á sama hátt og vinur minn ungi og efnilegi Helgi Seljan gerðist sekur um gagnvart frú Jónínu Bjartmars.
Ég fékk tvær eða þrjár rasskellingar frá Siðanefnd BÍ og í kjölfarið meira að segja opinbert áminningarbréf frá Markúsi Erni Antonsyni,sem ég gaf nú aldrei rassgat eða roð fyrir. Hvað þá að mér dytti í hug að fara munnhöggvast við þetta lið eins og Þórhallur gerir með hreint dæmalausum hroka. Menn eiga að taka til sín gagnrýni,læra af henni og þroskast,sérstaklega ef þeir sitja á hrokastólum í skjóli lögverndaðrar sjálftöku fjár til að fjármagna þjóðarkastljós af æði misjöfnum gæðum.
Ætlast til að Páll Magnússon taki þetta mál þeim tökum,að verði til að bæta þjóðmálaumfjöllun Sjónvarpsins,sem í allri sanngirni er til fyrirmyndar á margan hátt,en má bæta.
Einn dagur enn og eitt hænufet til birtu svo snýr hænan við og stoppar ekki fyrr en við vetrarsólstöður.Merkilegt hvað þessi dagur vekur með mér angurværð.Er það vegna þess að ég veit að samverustundum mínum með fuglunum,sem ég elska, lýkur innan 8 vikna eða svo, eða er það bara vegna þess að ég veit að 64. sumri mínu á jörðu lýkur fyrr en varir.
Ég ætla
að njóta nóttlausrar voraldar veraldar og þakka almættinu fyrir að hafa fengið að fæðast á Íslandi af yndislegum foreldrum, Lóu Tynes og Jóni Sigtryggssyni,sem að auki gáfu mér 4 systini sem ég elska og gáfu mér barnungum frelsi til eigin athafna, hvort sem var til náms eða vinnu til sjós eða lands og urðu að auki mínir bestu vinir til dauðadags.
19.6.2007 | 22:28
Afleysingafólk við spár í fjármálaráðuneyti
Hrafnaþing er á Visir.is og rás 18 á Breiðbandi og Adsl símans.
Kvennréttindadagurinn 19. júní.Á maður að segja loksins loksins að ráðherra jafnréttismála láti að því liggja að lagasetning kunni að vera í pípunum með 3ja ára biðtíma ,sem kveði á um aukið hlutfall þátttöku kvenna í stjórn og stjórnun fyrirtækja. Búinn að hamra á þessu árum saman. Yngvi Örn Kristinsson framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbanka Íslands og sérlegur hagfræðilegur ráðgjafi Hrafnaþings er gestur dagsins
Þakka öllum sem tóku þátt í fjölmennu Langármóti á nýja átján holu vellinum okkar að Hamri í Borgarnesi.Glæsdilegt mót á einum glæsilegasta velli landsins
Fyrstu laxarnir komnir úr Langá, hún er eins og allar aðrar íslenskar laxveiðár í seinni kanntinum í ár. Stundum er laxinn aðeins fyrr á ferð stundum aðeins seinna, en 85% laxa ganga á bilinu 25 júní til 15. júlí. Og ár sunnan og vestanlands verða fullar af laxi í sumar
Hvernig og kannski frekar á maður að vera með puttana í lífríki íslenskrar náttúru?.Ég er með samviskubit yfir því að hafa sagt Bjössa á Læk, Sigurbirni á Leirulæk frá rebbunum tveimur,sem koma til okkar undir miðnætti á hverri nóttu til að sníkja.
Kríur stelkuar,lóur og spóar æpa varnaðarorð út í næturþögnina,en lágfóta lætur sér fátt um finnast.
Það er þvílíkt af fiskiönd við Langá að við munum varla eftir öðru eins. Segir okkur það eitt að seiðabúskapurinn er með slíkum blóma að það er nóg að bíta og brenna fyrir þetta fiðurfé,sem sagt er eta þyngd sína af seiðum á hverjum degi. Þegar ég fór ofan úr Langá í morgun, voru fjórar á beit í Stangarhyl og flugu ekki einu sinni upp þótt ég í kallaði og klappaði saman lófunum. Kannski hafa þær verið svo troðfullar af seiðum að þær náðu ekki flugtaki.
Búið að borga gat á kvótakerfið segir Árni Mathiesen hæstvirtur fjármálaráðherra og fyrrum ráðherra sjávarútvegsmála. Þingmenn Norðvesturskjördæmis, eða á maður að segja þingmenn Vestfjarða rembast eins og maðurinn við staurinn við að búa til einhvers konar gjafakvóta fyrir Vestfirðinga. Fannst hins vegar flott hjá Össuri Skarphéðinssyni,sem segir háskólasetur er undirstaða framtíðar fyrir Vestfirðinga, ekki sértækar, víðtækar aðgerðir
Afleysingafólk komið til starfa í fjármálaráðuneytinu,sem hefur ekki græna glóru um að íslensk efnahagslífs byggir á allt öðrum grunni,en það gerði í gær. Hissa á hæstvirtum fjármálaráðherra að láta svona endemis vitleysu um neikvæðan hagvöxt frá sér fara.Endurskoðuð þjóðhagsspá, er meira að segja farin að gera ráð fyrir að þúsundir gangi hér um atvinnulausir strax næsta ár.
Þessu er spáð þótt fyrir liggi að ráðist verður í minnsta kosti Helguvíkurálver og líklega Straumsvíkur eða Keilisnes í náinni framtíð. Afurðaverð í sjávarútvegi 30 prósentustigum hærri en nokkru sinni í útflutningsögu þjóðar,sem sendir fullar þotur af fiski kvölds og morgna austur og vestur um haf.
15.6.2007 | 16:45
Algerlega vonlaust að eiga viðskipti við 365 !!!
Hrafnaþing er á Visir.is og rás 18 á Breiðbandi og ADSL Símans.
Hallur Hallson og Jón G. Hauksson Ritstjóri frjálsrar verslunar gestir okkar í dag.Skoðuðum fréttir vikunnar úr pólitík,fjölmiðlun og viðskiptum,stórskemmtilegur og fróðlegur þáttur.
Lifandis skelfing er ég feginn að það skuli skarast línur hjá Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu.Einhver sjórnarandstöðu pótintáti kallaði þetta ríkisstjórn hins ófullgerða stjórnarsáttmála.Guðni Ágústsson formaður framsóknarflokksins sagði samfylkinguna með alla vasa fulla af handsprengjum,sem hún myndu varpa að samstarfsflokknum.
Eðlilegt að menn segi svona,sem sjá fram á 4 ára þrautagöngu um eyðimörk stjórnarandstöðu.
Ég einfaldlega gleðst yfir því að menn skuli tala svolítið út og suður,sérstaklega fólk,sem er óvant sviðsljósi ráðherradómsins og þarf að átta sig á hlutunum.Meðan fólk tjáir sig spontant,fáum við virkikilega að sjá heyra persónulega skoðanir,sem síðar munu víkja fyrir spunum spunameistara,sem þykjast ráðleggja heilt.
Þessi stjórn byrjar með stæl, sérstaklega er ég ánægður með nýjan hæstvirtan samg0nguráðherra,sem ég held að eigi eftir að slá Sturlu Böðvarsson út,sem þótti með afkastameiri samgönguráðherrum.
Loksins kemur maður,sem tekur undir með mér um að ökufantar verði ekki stoppaðir fyrrn en ökutækin eru einfaldlega gerð upptæk, hvort sem það eru bílar eða bifhjól á sama hátt og menn gera eiturlyf upptæk. Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi er sammála mér að taka drápstólin af þessum andskotum.
365, er vonlaust fyrirtæki að skipta við,sem er að sigla inn í einkaeign Baugs.Þakka Guði fyrir að hafa losað mig við öll hlutabréfin í janúar sl, eftir hörmungarviðskipti við þjónustudeild fyrirtækisins.Ekki batnaði það nú.Keyptum áskrift að sumarbústaðnum og fyrir veiðihúsið Langárbyrgi fyrir 4 dögum. Fengum afhenta 2 gallaða myndlykla og höfum ekki náð að opna eina einustu áskriftarrás,sem við greiddum þó rúmar 8 þúsund krónur fyrir á hvorum stað.
Ég var meira og minna allann daginn í símanum í gær við 5 manneskjur í þjónustuveri Gísla,Eirík og Helga.allar fóru þær með mér í gegnum sömu leiðirnar,sem enduðu alltaf allar með lokaða rás. Loksins sagði einhver Íris þú verður bara að keyra upp í Baulu og fá þér nýjan.Það eru nú bara 50 kílómetrar.Ég sagði við stúlkuna,sem var ákaflega kurteis og vildi vera hjálpleg, þið selduð mér gallaða áskrift,nú sendið þið Ómar Örn , ykkar mann í Borgarnesi með nýjan lykil og látið hann stilla lykilinn inn. Nei, við gerum ekki svoleiðis sagði blessuð stúlkan, farðu bara í Baulu. Greinileg viðhorf til landsbyggðapakksins,engin elsku mamma fyrir það.
Sannast ítrekað á 365
Skítafyrirtæki veita skítaþjónustu.
Ari Eðvald getur tekið þessar 2 áskriftir og troðið þeim að vild eftir að hafa endurgreitt mér.
7.6.2007 | 19:02
Gaupi minn og co hægið á ykkur plíííís
Kristinn Pétursson útgerðarmaður frá Bakkafirði,landsþekktur gagnrýnandi og uppreisnarmaður jafnvel gegn vinnubrögðum og veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar átti að vera í dag en frestast til næsta þriðjudags..Hann blæs á síðustu skýrslu og 130 þúsund tonna ráðgjöf og hefur eins og Guðjón Arnar Kristjánsson sem var hjá okkur í gær allt aðrar hugmyndir um hvernig við eigum að stjórna veiðunum. Alltaf áhugavert að heyra sem flest sjónarmiðið enda boðar sjávarútvegsráðherra víðtæk samráðsstjórnmál áður en hann tekur ákvörðun og leggur fyrir ríkisstjórnina.
Mikið rosalega finn ég til með Eyjólfi Sverrissyni og íslensku landsliðsmönnunum.Hýenurnar í hópi íþróttafréttamanna og sjálfskipaðra sérfræðinga þyrstir í blóð,heimta höfuð Eyjólfs á fati, hann sé fótboltalega gjaldþrota eins og Gaupi orðar það og geti bara ekki gert þjóðinni það að reyna að sitja áfram.
Það er eins og þessir ágætu menn skilji ekki merg málsins. Allir landsliðsmennirnir og þjálfarinn eru að gera sitt besta í öllum leikjum,en það er bara ekki betra en dagsformið er hverju sinni.Þar að auki gerast bara hlutir. Hvað gerði ekki Liverpool á móti Milan í hitteðfyrra.
Búnir að skít tapa leiknum núll þrjú, er þeir skora þrjú á 7 mínútum og vinna síðan í vítaspyrnukeppni. Við lentum í svona 11 mínútum á móti Svíum og fimmta markið,sem var ein af þessum uppákomum í knattspyrnuheiminum sem enginn skilur í.
Ég ber ótakmarkaða virðingu fyrir þessum ungu mönnum. Margir þeirra,sem hafa með þrotlausri vinnu og fórnum náð því að hasla sér völl í efstu deildum atvinnuknattpsyrnu Evrópu. Síðan koma þeir heim og leggja alla sína drauma á vogarskálar, er þeir ganga launalausir til leiks fyrir sína litlu þjóð.
Litlu en ógnar kröfuhörðu þjóð.
Gleymið ekki að allir héldu fyrir 10 árum að knattspyrnuferill Eiðs Smára væri á enda,er írskur glæpastrákur sparkaði hann niður í ungmennalandsleik.
Vinur minn Gaupi og aðrir hans starfsbræður sem telja sig umkomna þess að tæta æruna af þjálfara og leikmönnum eiga aðeins að hægja ferðina.Gaupi,sem árum saman var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik veit hversu brothættir íslenskir íþróttamenn eru.Það er ekki auðvelt að standa frammi fyrir tugum þúsunda á óvinveittum útivelli.Það getur verið nóg til þess að jafnvel hörðustu naglar fái vatn á milli liða.
Svo eigum við okkar dýrðardaga, er minnimáttarkendin hverfur eins og dögg fyrir sólu og hver snerting við bolta er eins og síðasta sekúndan í úrslitaleik heimsmeistarakeppni.Við vinnum Austurþjóðverja á laugardalsvelli,hetjur Íslands eru Ásgeir Sigurvinsson og Jóhannes Eðvaldsson, gerum jafntefli við heimsmeistara Frakka ,hetja Íslands er Ríkharður Daðason og strákarnir okkar eru þeir flottustu í heimi.Þá er þjálfurum hampað og gulldrengir lofaðir í hæstu hæðum.
Við vinnum þrjú núll á Laugardalsvelli, erum svo rasskeltir fimm núll á Idrætsparken. Íslensk knattspyrna í hotskurn, skin og skúra,eða fárviðris eins og í Kaupmannahöfn fjórtán tvö árið, er markmaður Íslands var besti maður liðsisins.
Við skulum þess vegna bara þakka fyrir okkur í hvert skipti sem þessir ungu menn klæðast landsliðstreyjum.Sjálfsagt að gagnrýna og vera fúl, er á móti blæs,en fagna og hrósa er flest gengur upp.
Og hananú.
Verð að hrósa stjórn orkuveitu reykjavíkur, einu flottasta fyrirtækis landsins fyrir að taka upp gegnsæi í upplýsingum um orkuverð til stóriðju.Kemur í ljós að verðið til Norðurálsverksmiðjunnar er meðalverð á norræna orkumarkaðnum. Kemur líka í ljós að verðið er svo hagstætt að það lækkar orkuverð til viðskiptavina á athafnasvæði veitunnar okkar.
Svo gladdi það mitt hjarta að sjá framfarahemla vinstri grænna Kolbrúnu Halldórsdóttur og Árna Þór Sigurðsson halda áfram sama andskotans vælinu á alþingi og saka lýðræðislega kjörinn meirihluta um framtíðar bolabrögð til að koma málum í gegnum þingið.
Fannst hins vegar gamli Moggablaðamaðurinn Þórunn Sveinbjarnardóttir hæstvirtur umhverfisráðherra lítt sannfærandi , reynslulítil og einföld á að hlýða.
6.6.2007 | 22:09
Sorrý.Ég trúi illu upp á MS í garð Mjólku
Hrafnaþing er á rás 18 á Breiðbandi og ADSL og Visir.is undir vefmiðlar.
Guðjón Arnar Kristjánsson alþingismaður og formaður frjálslynda flokksins á Hrafnaþingi dagsins. Skráður skipstjóri í símaskránni og meðal annars þess vegna sem ég bauð honum til okkar. Óvissa í sjávarútvegi og þar með fyrir landbyggðina í heild sinni.Guðjón talar eins og Kristinn H Gunnarsson um 200 þúsund tonna jafnstöðuafla.
Á morgun Kristinn Pétursson útgerðarmaður á Bakkafirði og fyrrum alþingismaður fyrir Sálfstæðisflokkinn.
Ekki sumarlegt á syðri hluta eyjunnar bláu og ekki sumarútlit svo langt sem spár ná.Þegar ég keyrða ofan úr Langá undir hádegisbilið,keyrði ég alla leiðina inn í sannkallað skítaveður.Eina góða við þetta er að við Langárbændur þurfum ekki að hafa áhyggjur af veiðivatni fram í ágúst alla vega þótt ekki komi meira dropi úr lofti. Langavatn orðið full og þá eigum við 7 vikna veiðivatnsforða. Sá fyrstu laxana í morgun, 4 í Myrkhyl fyrir ofan gömlu brúna og einn bylti sér upp í harðaland á Breiðunni. Alltaf notaleg tilfinning að sjá fyrstu sporhvötu gestina, alveg eins og farfuglana.Á von á 6. stórveiðisumarinu í röð,risaárgangur fór til sjávar í fyrravor og við erum búnir að ná svo góðum tökum á stórseiðasleppingum að veiddar endurheimtur slá upp í 4 prósent. Gáfu okkur um 360 laxa í fyrra.
Talandi um farfugla,það varð mikið óhapp á Hrafnseyrarbökkum í Langá í gærkvöldi. Ég og payloadermaður vorum að laga garða og veiðivegi.Í fyrrakvöld hafði ég séð kríuhreiður í vegkantinum með einu eggi.Hlóð smá vörðu til að vekja athygli manna á þessu heimili,sem ekki var meira en hola í grófa möl.Payloadermaðurinn fór hins vegar aðeins og hratt á undan mér og ég náði ekki að benda honum á hreiðrið sem því miður hverf undir vegruðningin.Það skar hálfpartinn í hjarta að horfa á kríuparið sveima í lengri tíma yfir staðanum og leita að egginu.Ætla að skoða í kvöld hvort hún er ekki búin að verpa öðru.Varð hissa í gærkvöldi er ég sá 20-30 fugla hóp af kríu í hálfgerðu hópflugi upp og niður ánna.
Veiðibændur gleðjast yfir fyrsta laxi vertíðarinnar,sem tók flugu Bjarna Júl rétt rúmlega 7 í gærmorgun. Síðasta er ég vissi var opnunarhollið að komast í 2ja stafa tölu eftir einn og hálfan dag. Blanda er stórveiðimönnum erfið í miklum hitum og leysingavatni.
Sé það að einn virtasti þingmaður seinni tíma hagfræðingurinn Vilhjálmur Egilsson er eins og ég búinn að fá nóg af sikileyjarvöxtum Seðlabankans. Hann og stjórnarmenn samtaka atvinnulífsins voru á fundi hjá oddvitum ríkisstjórnarflokkanna og kvörtuðu sáran yfir vaxtastefnu. Davíð segir Vilhjálm Egilsson ótrúverðugan Velti fyrir mér hvort þetta sé upphafið að breytingum á lögum um seðlabankann.
Merkilegt hve skýrsla Hafró hefur lítil áhrif. Fyrir nokkrum árum hefði dollarinn farið í hundrað kall á nóinu. Núna aðeins rétt um 3 prósent frá því í fyrradag.
Mjólkursamsalan hafin yfir lög!!!! Trúir nokkur öðru en því að þessir ágætu og ráðvöndu menn beiti öllum illum ráðum til að drepa Mjólku, eins og þeir drápu Baulu hér um árið. Tek ofan fyrir Páli Gunnari Pálssyni, bænda og framsóknarráðherrasyninum frá Höllustöðum að láta til skarar skríða gegn einokunarappratinu,sem Guðni Ágústsson hóf yfir lög hvorki meira né minna.
Hitti Steinar Berg Ísleifsson Fossatúnsbónda í Húsasmiðjunni í Borgarnesi. Sagði mér að hann væri búinn að selja 17 af 22 lóðum rétt við Grímsárbakka. Ferðamannaþjónusta hans til fyrirmyndar. Glæsileg aðstaða fyrir húsbíla og hjólhýsi sem fólk er bara farið að skilja eftir og kemur upp eftir um helgar.Steinar Berg sagði mér frá öflugri markaðssetningu margra aðila í ferðþjónustu á Vesturlandi. Sagðist njóta ferðabóndalífsins í botn og hættur að gefa út tónlist,sem hann gerði um áratugaskeið, var einn af fyrstu athafnamönnum til að huga að útrás og útflutningi á tónlist.Mikill fengur fyrir Vestlendinga að njóta starfskrafta hans.Á sama hátt og sameiginlegur vinur okkur Guðlaugur Bergmann heitinn varð drifkraftur í héraði.
31.5.2007 | 17:25
Framsókn að sparka í 12 ára rekkjunaut,(hahaha)
Hrafnaþing er á Visir.is og rás 18 á Breiðbandi á leið inn á Digital Ísland
Sæl veriði síðasta dag maímánaðar,setning vorþings var klukkan 2 í dag og Geir Hilmar Haarde forsætisráðherra að flytja stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar, stjórnar,sem gæti setið lengur en elstu menn sjá fram í tímann.
Gamll hvalaflensari,ráðherra og alþingisforseti gestur Hrafnaþings í dag. Halldór Blöndal að setjast á friðarstól eftir áratuga þjónustu við norðlenska kjósendur og þjóðina í heild sinni. Talar tæpitungulausa kjarngóða íslensku að vanda.
Eg skynja að stjórnarandstaðan sé felmtri sleginn,að ofurefli ríkisstjórnarinnar verði slíkt að ekkert verði við ráðið.Ég held að það sé nokkuð rétt ályktað.Líklegast er að Framsóknarmenn verði í svolitlum vandræðum með að hnýta í þann sem hann hefur deilt hvílu með í 12 ár.Svo eru bara engir pólitískir skæruliðar þar innanborðs, nema ef verraga skyldi Bjarni Harðarson.
Langt síðan góður skrrolari hefur setið á alþingi og á áreiðanlega eftir að lífga upp á umræður ef dæma má af heimsóknum hans í silfur Egils.Vinstri grænir eru auðvitað með doktorspróf í kjafthætti og eru með vant fólk innanborðs,sem hefur ekkert gert í sínu pólitíska lífi annað en vera á móti öllu,en hafa ekkert uppbyggilegt til málanna að leggja.Þeim er þess vegna vel treystandi til að veita þessari ofurstjórn verðugt aðhald.
Margir bíða spenntir eftir þátttöku Katrínar Jakobsdóttur í þingstörfum.Hún er af skarpgreindri siglfirskri gáfumannaætt komin og fullfær um að rúlla upp í hárbeittu háði andvaralausum öldungum úr stuttbuxnadeildum bláu handarinnar Þessi unga lágvaxna hnáta er án efa mesti fengur Vinstri grænna í kosningasigrinum.Kannski mesti fengur nýkjörins alþings ásamt Guðfinnu Sesselíu Bjarnadóttur,sem Sjálfstæðisflokkinn skortir líklega þroska til að nýta að verðleikum.
.Frjálslyndir væru örugglega á leið inn í Sjálfstæðisflokkinn, ef ekki væri fyrir Kidda sleggju sem líklega yrði fyrr vitavörður á Hornbjargi en að gerast liðsmaður bláu handarinnar.Það er eiginlega synd að Frjálslyndir skuli dæmdir til enn einnar fjögura ára eyðimerkurgöngu.Þingmennirnir fjórir eru hörkunaglar hver á sinn hátt sem því miður eru dæmdir til að messa yfir tómri kirkju.Allir nema Kristinn heiðbláir inn við beinið.
En út í allt aðra sálma. Skil ekki hvað mogginn meinar með því í leiðara dagsins að reyna að verja eitthvert ljótasta hreysahverfi borgarinnar Hverfisgötu,Lindargötu og nærliggjandi stíga.
Í minni bók hefði fyrir löngu átt að vera búið að fara með jarðýtur og kranakúlur á mest af þessu.Ég hygg að margir hreysaeigendur hafi fengið snert af yfirliði,er þeir fengu tilboð í eignir sínar frá athafnamönnum.
Enda er strandlengjan Skúla beach að verða fjár svöl svo ekki sé meira sagt. Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson sagði á Hrafnaþingi gærdagsins að hann vildi halda í heildarmyndina á horni Lækjargötu og Austurstrætis.Ég vil rífa þessa kofa alla saman og byggja þarna miðbæjarvæn hús.Það er flott að láta arkitekta landsins taka þátt í hönnunarsamkeppni,en svo eigum við að láta Björgúlf og aðra viðskiptajöfra um framhaldið.
Vissi ekki fyrr en ég las það í gær að nafngjafi minn Hrafninn verpti jafn snemma og raun ber vitni til að geta fært sínu ungviði,egg og unga fugla sem seinna verpa. Náttúran lætur ekki að sér hæða,er kemur að því að tryggja afkomu lífveranna.
Datt þetta sama í hug er við félagarnir vorum að leika golf á Selsdon Park í London um helgina.Höfum aldrei séð aðra eins mergð af íkornum. Voru bókstaflega um allt og hættir að forða sér á hlaupum frá golfbílum.Sáum svo á áttundu braut er einn kom skoppandi út úr skógarjaðrinum og stefndi yfir í skóginn hinu meginn.Allt í einu kom einhvers konar Haukur eða Kráka sem leiftur af himni ,greip hann með hvössum klóm og dauðrotaði með nefinu í sömu andrá.Flaug síðan og settist á stóra grein og settist að hádegisverði.
Við sátum bókstaflega agndofa yfir þessu sjónarspili,sem kannski tók 5 sekúndur.
Flott hjá Þór Sigfússyni forstjóra Sjóvá að bjóðast til að sjá um og kosta að hluta viðbyggingu við Grensásdeild.Hann hefur áður komið með framúrstefnuhugmyndir eins og t.d. að bjóðast til að annast tvöföldun Suðurlandsvegar.
Þetta er nákvæmlega viðhorfið sem við viljum frá stórfyrirtækjum landsins,að þau nýti hluta af ævintýralegum arði sínum fyrir utan skattgreiðslur, til að kosta þarfar framkvæmdir í þágu borgaranna.Alþingi þarf að hafa frumkvæði að því að setja heildarlöggjöf um góðgerðarstarfsemi. Slík starfsemi er aftar fjölþætt og mikilvæg í hinum vestræna heimi og veltir milljarðatugum til góðs fyrir heimsbyggðina.
30.5.2007 | 20:22
9 holu golfvöllur í stað álvers í Straumsvík!!!
Harfnaþing er á rás 18 á Breiðbandi og Visir.is
Borgarstjórahrafnaþing. Miðvikudaginn 30 maí.Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson frá miklu að segja enda ys og þys í höfuðborginni og starfskraftar borgarstjórnarmeirihlutans nýttir á fullu við að búa í haginn fyrir íbúa unga sem aldna.
Ég veit ekki hvort landsmenn eiga það skilið að vera svo heppnir að hafa Sjálfstæðismenn í öndvegi í borginni og landsmálunum.Líklega er það nú samt svo.
Kom á miðnætti með gripaflutningavél Icelandair frá London eftir langa Hvítasunnuhelgi á undurfögrum stað , Selsdon Park golfhótelinu,sem margir Íslendingar kannast við.Þar skiptust á skin og skúrir og hitastigið var á milli 6 og 26 gráður frá glampandi sól í mígandi rigningu.
Forsíðumyndin á Daily Telegraph í gær sýnd hjón dúðuð í regngalla að fylgjast með flugsýningu á mánudaginn undir fyrirsögninni blautt, kalt og breskt.
Ég kallaði Icelandairþotuna gripaflutningavél hér áðan og ég verð að segja það að þótt samkeppni sé hörð við Iceland express,SAS og British Airways, eru takmörk fyrir því plássi milli sæta, eða frekar plássleysi sem hægt er að bjóða fólki upp á.
Ég myndi telja það Icelandair til stórfells tekjuauka, ef þeir tækju þó ekki væri nema 2 sætaraðir úr og bættu þannig líðan fólksins.Fyrir utan það að manntjón yrði miklu minna,því fólk ætti mögulega tækifæri til að komast úr sætum sínum ef flugóhapp yrði.
Annars á maður ekkert að vera rífa kjaft farandi á 25 þúsund kall miða fram og til baka til höfuðborgar breska heimsveldisins. Fá meira að segja jús og léttan matarbakka í kaupbæti frá brosmildu flugþjónustufólki sem lítur ekki upp frá vinnu sinni frá flugtaki til lendingar rúmum tveimur klukkustundum síðar.
Gleymdi að spyrja hvernig gengi I Ameríkufluginu eftir að Icelandair fækkaði um einn öryggisfulltrúa í farþegarými. Nú eru þar aðeins fjórir í sparnaðarskyni,enda þarf aðallega að hugsa um hluthafa núna. Minna um þægindi eða vellíðan viðskiptavina.
Ég óska Icelandair til hamingju með Hilton aðildina.Þetta er gríðarlegur sigur fyrir íslenska ferðaþjónustu og mun ef að líkum lætur stórauka tekjur enda Hiltonhótelin almennt talin í dýrari klassa.Hjá hvaða keðju skyldi nýji glæsiturn Grandhótelsmana lenda?, Mariott eða Intercontinental.
Bjartir tímar framundan í ferðabransanum,sem og flestum öðrum greinum, ef tekst að koma í veg fyrir að Seðlabankinn káli þeim með Sikleyjarokurvöxtum.
Kæmi mér ekki á óvart þótt Hiltonkeðjan reyndi að næla sér líka í ráðstefnuhótelið,sem er að rísa á hafnarbakkanum, enda hefð fyrir mörgum hótelum í hverri borga. Held að það séu að minnsta kosti 10 í og umhverfis London.
Gæti farið um einhverja Hafnfirðinga, er fréttist af ferðum Rannveigar Rist og Alcaneigenda til Þorlákshafnar í leit að nýjum stað.Rétt rúmur helmingur Gaflara ákvað að stöðva framfaraþróun álrisans í Straumsvík.Það hefur bara eitt í för með sér.
Nýja staðsetningu,sem verður lítið mál er Suðurstrandarvegur verður fullgerður, væntanlega um svipað leyti og 400 þúsund tonna álver verður risið í námundan við höfnina í Þorlákshöfn.
En kannski verða komnir vitrari stjórnendur í Hafnarfirði áður en til þess kemur.Svo gætu Hafnfirðingar allt eins greitt atkvæði um þetta eftir tæp þrjú ár í sveitarstjórnarkosningum.
En svo er auðvitað sá möguleiki að það henti framtíð Hafnarfjarðar best að álverið hreinlega fari og mannvirkin einfaldlega rifin.Þá verður höfnin eftir og pláss fyrir 9 holu golfvöll til viðbótar fyrir Keilismenn.Kannski ekkert slæm skipti það.
Makalaust, hreint makalaust ástríða Breta ´gagnvart minningu Diönu prinsessu.Breska pressan talaði vart um annað um helgina en einhvern þátt um dauða prinessunar á Skjá 4,þar sem sjást ljósmyndir af lækni,sem er að reyna að gefa deyjandi konu súrefni.Flottasta auglýsing sem nokkur þáttur hefur fengið og Skjár 4 menn gefa sig hvergi,En breska þjóðin tregar enn þess fallegu stúlku,sem sjálf fór úr límingunum undir lokin eftir samskipti sín við bresku hirðina og bresku pressuna.
Stjórnarandstöðublaðið Daily Mail ,sem í 10 ár hefur haldið uppi látlausum árásum á Tony Blair og stjórn Verkamannaflokksins er búið að láta reikna það út að breskir skattgreiðendur borga 6 sterlingspund og 60 pens á klukkutíma í skatta í breska ríkissjóðinn. Munu vera rétt um 800 krónur.Gaman að vita hver hliðstæð tala er á eyjunni bláu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook
23.5.2007 | 19:56
Sorrý Geir,ég mótmæli!!!
HRAFNAÞING ER Á VEFTV Á VISIR.IS OG RÁS 18 Á BREIÐBANDI KL 20,24,08 OG 14
Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki verið jafnréttissinnaður.Svo einfalt er það.Vil bara ítreka það enn einu sinni áður en ég fer að lofa nýju athafna og velferðarstjórn íslenska lýðveldisins.Verð líka að segja að mér finnst minn gamla starfsfélaga Geir Hilmar Haarde hafa sett niður og það að koma til ríkisstjórnarsamstarfs með eina konu á móti þremur Samfylkingarmegin bera vott um karlrembu eða kjarkleysi..
Allar flokksbundnar og óflokksbundnar sjálfstæðiskonur eru hundfúlar og ég meina allar. Það er engin skýring að segja svona er þetta bara,svona gerast kaupin á eyrinni, formaðurinn ræður og ekki hefð fyrir að mótmæla.Þetta er ekki hægt árið 2007. Með mikilli virðingu fyrir öðrum þingkonum,efast ég um að nokkur í Sjálfstæðisflokknum hafi kynnt sér ferilskrá Guðfinnu S Bjarnadóttur, m.a.störf hennar við stjórnunarráðgjöf hjá bandarískum stórfyrirtækjum.
Sorry Geir, ég mótmæli. Ég veit að mál eru erfið,en þess vegna völdum við þig til formennsku að þú ert töff.Svo kemurðu draghaltur með fimm / eina og segir þetta er bara svona og ferð síðan undan í flæmingi,beðinn um skýringar.
Kannski vinkona mín Guðfinna skilji nú hvað ég meina þegar ég segi að jafnrétti verði að sækja til karla með ofbeldi,berja þá í hausinn eða kúga til hlýðni, t.d. eins og í Lysiströtu. Einfaldast að setja lög.
Þessi nýja ríkisstjórn er annars feiknalega vel mönnuð.Þetta verður ekki ríkisstjórn stöðnunar, sérstaklega hvað varðar Samfylkingarráðherra,sem hefur klæjað árum saman í lófana eftir að komast til áhrifa.Ég tek undir með Pétri Blöndal,sem hefur eiginlega legið ónotaður af flokknum í 12 ár,að margt í stjórnarsáttmálanum er eins og skær bjölluhljómur.
Samfylkingin hefur valið ráðherraembætti af kostgæfni,við sjálfstæðismenn erum of íhaldssamir og veljum status quo að mestu.Eini ferskleikinn er með Guðlaugi Þór Þórðarsyni,sem ég held að eigi eftir að brillera í heilbrigðisráðuneytinu.
Hef áhyggjur af að Einar Kristinn verði íhaldssamur vörður a.la Guðni Ágústsson um landbúnaðarhagsmuni. Á sama hátt og honum er ætlað að standa vörð um kvótakerfið,þótt heimabyggð hans sé í björtu báli að hluta.Sjálfstæðisflokkurinn fær kannski á sig blæ karlrembustöðnunar meðan allt rokk og rólið verður hjá Samfylkingu. Kæmi mér ekki á óvart,en mun ráðast af hvernig Geir hagar verkstjórninni og hvernig miðar við að efna stjórnarsáttmála flokkanna.
Ég held þrátt fyrir allt að sjaldan ef nokkru sinni hafi jafn glæstir tímar blasað við þessari þjóð.