Grímulaust ofstæki gamla kommúnistaflokksins öllum ljóst

 

Það er þakkarvert að kommúnistaleiðtogi vinstri grænna skuli á landsfundinum hafa kastað grænu grímunni nægilega lengi  til að landsmenn allir hafi séð svo ekki verður um villst að vinstri menn á Íslandi hafa ekkert breyst og ekkert lært þótt bráðum verði 20 ár frá því Berlínarmúrinn féll.

 

Stórfelldri eignaupptöku er skefjalaust hótað, 5 ára dauðatímabili íslensks efnahagslífs lofað með einu allsherjar stóra stoppi í nýtingu náttúruauðæva í formi hreinnar orku. Hátekjuskattur boðaður og milljarða kosningaloforð til aldraðra og öryrkja.

 

Líklegast hefur aldrei verið boðuð jafn afdráttarlaus atlaga að lífskjörum og framtíðar hagvaxtarmöguleikum velsældarþjóðfélagsins á eyjunni bláu.Það ber að þakka eins og ég sagði hér í upphafi.Nú hafa landsmenn ítrekað fengið þefinn að því sem þeir munu búa við kjósi þeir yfir sig ríkisstjórn með þátttöku vinstri grænna.Eftirminnilegt viðtal Agnesar Bragadóttur við Steingrím J í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum sýndi á nær ótrúlegan hátt hversu kaldrifjuð rökleysa og málefnagjaldþrot blasir við,er spurt er um hvernig eigi að halda áfram að byggja upp  og viðhalda heimsins bestu lífskjörum. Það reddast er inntakið í svörunum.

 

Kannski ætlar enn einu sinni að sannast að vinstri grænir ætla sér í raun og veru ekki að axla ábyrgð í ríkisstjórn.Þá líklega yrðu þeir að kyngja svo miklu af ofstækisyfirlýsingum að það gengi ekki í hinn almenna flokksins. Dettur annars nokkrum lifandi manni í hug að fjórði hver Íslendingur muni kjósa yfir sig gamlan kommúnista klofningsflokk?

 

Það var hjákátlegt að sjá Atla Gíslason kveinka sér undan kommúnistanafnbótinni í Silfri Egils í dag af vörum Jakobs Frímanns ,það var ómálefnalegt sagði lögmaðurinn snjalli og sagði svo ekki meira um það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband