Ekki svona kosningabaráttu plííííís!!!

Ef ég hefði ekki verið í notalegu valiumrússi eftir magaspeglun á Landsspítalanum hjá lækninum Sunnu og hennar aðstoðarkonum í morgun,hefði ég gubbað yfir helgislepjunni og marklausu upphafi kosningaloforðahamfaraflóðs frá Háskóla Íslands síðdegis.

 

Frú Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hæstvirtur menntamálaráðherra sögð hafa framkallað tár á hvörmum fjárþyrstra deildarforseta með rektor í fararbroddi í sjálfum hátíðasalnum.Hvergi minnst á þá staðreynd að eina vitræna leiðin til að Háskóli Íslands komist í hóp þokkalegra menntastofnana í nágrannalöndum,er að láta nemendur greiða skólagjöld, eins og gert er í öllum öðrum háskólum landsins.Báðar þessar ágætu frúr eru svo veruleikafirrtar að halda það að HÍ geti verið stykkfrí, er kemur að skólagjöldum.

 

Ég veit ekki hvort þetta er þráhyggja eða hvort á að flokka svona undir pólitíska skynsemi.Að það sé eðli málsins samkvæmt pólitískt sjálfsmorð að ræða skólagjöld svona rétt fyrir kosningar.

 

Ég ætla bara að vona það að Sjálfstæðisflokkurinn með nýjan og ungan framkvæmdastjóra ætli ekki að bjóða okkar upp á einhverjar raðuppákomur,þar sem ráðherrar flokksins lofa einhverjum andskotanum fram yfir þar næstu kosningar, árið 2011.Látum verkin tala, göngum frá framhaldsstefnuskrá um hvernig Sjálfstæðismenn ætla að tryggja framhald mestu velsældartíma í 1133 ára sögu þjóðar,hvernig við ætlum að auka enn frekar frelsi til athafna og tryggja að þeir sem minna hafa fái meira. Málið er ekki flóknara.

 

 Ekki fleiri Hátíðasalaruppistönd. Sjáiði fyrir ykkur Einar Kristinn hjá Hafró, Guðna Ágústsson hjá Norðlenzka,Árna Matt á morgunverðarfundi hjá Viðskiptaráði,Jónínu Bjartmarz í Vaglaskógi,Valgerði Sverrisdóttur í Alþjóðahúsi ,Magnús Stefánsson hjá Mæðrastyrksnefnd,

Siv Frðleifsdóttir á skurðarborði á LHS , Geir Haarde innan um verkakarla,Björn Bjarnason í klefa á Litla Hrauni ( náttúrlega bara í starfskynningu), Jón Sigurðsson á Þjórsárbökkum í gullpotti undir regnboga og Sturla Böðvarsson á tvöföldum þjóðvegi eitt. Allt þetta ágæta fólk með seðlabúnt í báðum höndum og öllum vösum.

 

Er til of mikils mælst að allir flokkar leggi fram skýrar stefnuskrár byggðar á raunverulegum möguleikum að nái fram að ganga.

 

Það er allt í lagi að tala um Evru og EES, ef fólk telur það raunahæfa kosti,en ekki framtíðartónlist. Kjósum um það. Hlífið okkur árið 2007 við hræsni og sýndarmennsku, eins og þetta 10 milljóna dollara árlega meinta ríkisframlag til eins háskóla.

 

Ég ætla að taka upp hanskann aftur fyrir íslenska heilbirgðiskerfið.Það er eitt það flottasta í heimi. En þar gera menn mistök, fólk meira að segja deyr vegna mistaka lækna og annarra starfsmanna heilbirgðiskerfisins. Það vegna þess að það er mannlegt að gera mistök.Góðu verkin sem unnin eru, eru hins vegar þúsundföld.Mogginn á að skrifa leiðara um þau,en ekki ein mistök,sem til allra hamingju leiddu til betra lífs en ekki dauða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ingvi Hrafn, líttu til velferðarþjóðfélaganna í nágrannaríkjum okkar á Norðurlöndum þar sem öflugustu háskólarnir eru ríkisreknir og fólk sleppur ekki einungis við það að greiða í þá skólagjöld sem ala á ójafnrétti og stéttaskiptingu, heldur er þeim beinlínis greitt fyrir að stunda þar nám. Ekki einu sinni kall eins þú getur haldið því fram að samfélagsgerð þeirra ríkja sé óákjósanleg. Ég trúi því ekki.

Stígur Helgason (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 02:44

2 identicon

Sammála

Þórður Haraldsson (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 00:47

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband