Skraufþurrkur í Flórída

Sæl og blessuð frá Fiskislóð 14 og Key Largo. Hæstvirtur landbúnaðarráðherra Guðni Ágústsson .Hefur stýrt þessum málaflokki forfeðra sinna rétt um átta ár,harðari en nokkru sinni fyrr í að verja hagsmuni bænda og búaliða,sem hann segir þjóðina hafa gert samkomulag við um að taka að sér að framleiða heimsins bestu afurði úr mjólk og kjöti,að ekki sé talað um fiðurfé og grænmeti.

Þeir sem þykjast andsnúnir íslenskum landbúnaði og milljarðsgreiðslu úr ríkissjóði á mánuði til hans kunna engin ráð önnur en óheftan innflutning frá stórþjóðum,sem greiða niður framleiðslu búvara með upphæð sem er margfölld fjárlög íslenska ríkisin%u2019.

Guðni Ágústsson hæstvirtur landbúnaðarráðherrra fyrirr hönd ríkistjórnar Íslands er nýbúin að gera nýjan langtímasamning við sauðfjárbændur.Hann fékk samþykkt fyrir þremur árum lög frá Alþingi sem sögð eru undanskilja landbúnað frá samkeppnislögum.Því heldur Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri Mjólku allavega fram. Guðbrandur Sigurðsson forstjóri sameinaðs fyrirtækis 700 mjólkurframleiðenda segist nú vilja þessi lög úr gildi felld.Ríkisstjórnin segist verða að hlýta reglum Evrópusambandsins og endurreisa tolla á grænmeti frá löndum utan sambandsins.Svik við loforð um lækkun matvælaverðs hrópar stjórnarandstaðan.

Landbúnaðarráðherra segir allar aðgerðir sínar undanfarin ár í raun lið í því að undirbúa íslenskan landbúnað fyrir frjálsan og kannski óheftan innflutning landbúnaðarvara. Af nógu hér að taka að venju.Meira um það á eftir.

Sá að það var Flórídaveður á Austfjörðum í gær,en að páskahret sé í kortunum sem hvössum norðanvindi og frosti um allt land.Hér á hitinn í dag að fara í 30 stig og það er örlítil von um einhverja úrkomu á morgun skírdag.En þannig hljóðar veðurspáin hjá Sólarsiggum sjónvarpsstöðvanna í Miami. Hér hefur nefnilega ekki ringt að ráði síðan í nóvember og liggur við að fólk mæni til himins í von um einhverja vætu.Nú er svo komið að fólki er aðeins heimilað að vökva garða sína eða þvo bílana 2 morgna í viku milli klukkan fjögur og átta.

Annars er ótrúleg gúrkutíð hér vestra og lítið fréttnæmt.Helsta umræðuefni dagsins að Bush forseti er æfur vegna heimsóknar Nancy Pelosis forseta fulltrúadeildar þingsins til Sýrlands,en hún er sögð ætla að færa Assad forseta friðartillögur.Kannski segir þetta meira um forsetastjórnmálin í dag en margt annað að Bandaríkjamenn flokka þjóðir heims og góðu gæjanna og þá slæmu, þær sem má tala við og þær sem ekki má tala við.

Það er þá ekki vitlaust að horfa til fyrstu samskipta Reagans heitins Bandaríkjaforseta við þáverandi Sovétleiðtoga.Hann kallaði Sovétríkin Vonda heimsveldið,Evil empire.Síðan hófust viðræðufundir hans og Gorbasjofs,þar á meðal Höfðafundurinn og fyrir rétt um 20 árum féll Berlínarmúrinn og heimurinn allur varð friðvænlegri um tíma.

Svona gerast sögulegar sættir með reglulegu millibili.Í dag tókust í hendur í fyrsta sinn Ahren Írlandsforseti og mótmælaklerkurinn Ian Paisly.Á N-Írlandi er friður loks að verða að veruleika.Fyrir botni Miðjarðarhafs talar Bush ekki við forseta Sýrlands og Írans,eru flokkaðir sem óvinir og hryðjuverkamenn.

Forseti Írans,sem að vísu virðist stórskrítinn svo ekki sé tekið dýpra í árinni.Ætlar nú að færa Bretum sjóliðana 15 að gjöf eftir að hafa niðurlægt þá endalaust í sjónvarpi og útvarpi.Kannski er ekkert hægt að tala við hann, enda bara leppur múlanna.En allar vonir mankyns byggjast bara á .því að menn tali saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband