30.3.2007 | 16:00
Fjöldaflótti fyrirtækja ?
Hrafnaþing 30 ,mars 2007.
Sæl og blessuð frá Fiskislóð 14 og Key Largo, fréttir vikunnar og sitt af hverju með Guðfinnu Bjarnadóttur fyrrum háskólarektor og Höllu Tómasdóttur framkvæmdastjóra viðskiptaráðs.Þátturinn er sýndur á rás 18 á Breiðbandinu og og Adslkerfi símans kl. 20,á miðnætti, 08 og 14. Það kom fram á morgunverðarfundi viðskiptaráðs í vikunni að 57 prósent íslenskra kvenna eru vinnukonur kerfisins,sem sagt vinna fyrir hið opinbera, ríki eða sveitarfélög.Mér finnst þetta stórmerkilegt á sama tíma og tveir þriðju útskrifaðra stúdenta og háskólaborgara sl 10 ár eru konur.Sonur vinahjóna okkar,sem útskrifaðist úr lögfræði fyrir einum 15 árum sagði okkur að allar konurnar,sem útskrifuðust með honum hefðu farið að vinna hjá ríkinu.Hvers vegna leita íslenskar konur undir pilsfald hins opinbera ?
.
Örlagadagur fyrir Hafnfirðinga og íslenkt samfélag á morgun, þar sem Hafnfirðingar ákveða hvort þeir ætla að kjósa atvinnu út úr bæjarfélaginu og kalla yfir sig óvissu og óöryggi því samfara. Rúmur mánuður þaðan í frá þar til þjóðin kýs um hvort hún vill áframhaldandi sókn til bættra lífskjara,eða hnignun samfara vinstrisinnuðu stjórnarfari. Við spyrjum framkvæmdastjóra viðskiptaráðs hvort hún haldi,að fjöldaflótti fyrirtækja geti brostið á, setjist Ingibjörg Sólrún og Steingrímur J að kjötkötlunum.
Bæði Guðfinna og Halla hafa tekið virkan þátt í eflingu frumkvöðlastarfs hér á landi t.d. með verkefninu auður í krafti kvenna.Hvað segja þær um það sem við hægri menn gagnrýnum harðast hjá vinstri mönnum,að þeir eigi engin úrræði, bara að þetta muni reddast,þótt við höfnum milljarða fjárfestingum fjölþjóðafyrirtækja.Hvar er þessi hátækniiðnaður, þekkingarþjóðfélags sem allir mæna eftir.Er hann ekki á Indlandi í Mombai eða Kalkútta, í Úkraínu eða Aserbæjan, þar sem folk er tilbúið til að vinna fyrir brot af því sem norrænu víkingarnar á eyjunni bláu telja sig þurfa að bera úr býtum.
Ekki að undra þótt viðbrögð við dómsdags efnahagsspá Seðlabankans séu á einn veg.Pólitísk blanda hjá ASÍ,verkalýðsarmi Samfylkingarinnar.Þeir kalla hana hrikalegan dóm eftir efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar og vona að hún rætist ekki. Samtök atvinnulísfsins segja hana innistæðulausa.
Ég velti fyrir mér hvað Davíð Oddssyni gangi til að birta svona pappír.Ég fæ ekki séð að spámenn bankans hafi nokkur rök fært fyrir þessum óskapnaði.Nú er ég ekki að gera lítið úr ágætum starfsmönnum bankans,yfirhagfræðingi hans né öðrum. En þetta kemur fram sama daginn og tilkynnt er að Landsbanka Íslands og Kaupþingi hafi verið falið að undirbúa fjármögnun á nýju álveri Norðuráls í Helguvík upp á 70 milljarða. Þetta kemur fram daginn áður en Hafnfirðingar kjósa um stækkun álvers í Straumsvík. Er verið að misnota nafn og virðingu Seðlabanka Íslands.Ég myndi varla trúa því upp á Davíð Oddsson.En þá veltir maður fyrir sér tilganginum.Er verið að reyna að hræða Hafnfirðinga og þá við hvað. Pólitíkin á sér marga sérstaka farvegi og fyrir svona gamlan stjórnmálafræðing lyktar þetta allt af einhverju,allavega er af þessu óþefur.
Er allt í einu að fatta,að það eru hvergi komnir fram listar hjá Íslandshreyfingu Ómars,þannig að þeir eru greinilega að leita enn að öllu þessu afburðafólki,sem ætlar að ganga til liðs við þá. Ég spyr er nægilegt að halda blaðamannafund og segjast ætla að vera með,í raun með allt á hælunum.Að því er virðist allavega.Samt er þetta nægilegt til að farið sé að spyrja í skoðanakönnunum um eitthvað sem ekki er, kanski verður, kannski ekki. Svona eins og Sumargleðijók hjá Ómari.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook