Fólk kýs ekki atvinnu burt úr bænum

Hrafnaþing 29. Mars 2007.

Sæl og blessuð frá Fiskislóð 14 og Key Largo. Hæstvirtur landbúnaðarráðherra Guðni Ágústsson átti að vera hjá okkur í gær,en bilun í tækjakosti ÍNN frestar honum fram yfir helgi.Hefur stýrt þessum málaflokki forfeðra sinna rétt um átta ár,harðari en nokkru sinni fyrr í að verja hagsmuni bænda og búaliða,sem hann segir þjóðina hafa gert samkomulag við um að taka að sér að framleiða heimsins bestu afurði úr mjólk og kjöti,að ekki sé talað um fiðurfé og grænmeti.

Í dag Einar Kristinn Guðfinsson, hæstvirtur sjávarutvegsráðherra kl 20 á rás 18 á Breiðbandi og Adslkerfi Símans.Hrafnaþing á leiðinni á Digital Íslands og Vísi .is. Norðvestlenskir kjósendur Bolvíkingsins ganga með betlistaf og hreimta ríkisstörf í staðinn fyrir brottsyntan kvóta,bara af því að Marel lokar útibúi. Mokveiði á miðunum um allt land og framundan úthlutun byggðakvóta. Einhverjir munu í kosningarbaráttunni hrópa kvótasvindl, ókeypis úthlutun náttúruauðæva.stolið frá þjóðinni og eitthvað því um slíkt. Seinheppnasti frambjóðandi samfylkingarinnar minn fyrrum yfirmaður á NFS, fréttamaðurinn frækni Róbert Marshall, skirfar miðopnugrein í moggann um tóm fiskimið, er forsíðan segir feitur og fagur fiskur um allan sjó. O boy. Meira um það hér á eftir

Móðir vinkonu minnar,sem lifir í hárri elli á Hrafnistu í Hafnarfirði kom orðum á einfaldan hátt að kjarna málsins í kosningunum á laugardaginn er hún sagði við dóttur sína,%u201DFólkið getur ekki verið svo galið að ætla að kjósa atvinnuna út úr bænum%u201D.Hún hefur lifað tímanna tvenna.Komið á legg stórum og mannvænlegum barnahópi,séð á eftir eiginmanni og tveimur barnanna. Það var ekki alltaf gefið í Hafnarfirði frekar en annars staðar að allir hefðu vinnu.Þess vegna skilur hún ekki hvernig fólk í alvöru getur verið að hugleiða það að kjósa atvinnuna burtu úr bænum og lífsbjörg hundruða ef ekki þúsunda Hafnfirðinga nú sem og framtíðarkynslóða.

Ég held ekki að Hafnfirðingar séu svo veruleikafirrtir.Allavega vona ég að þeir séu það ekki. Mér finnst hins vegar ömurlegt að horfa á bæjarstjórann Lúðvík Geirsson og Samfylkingarmeirihlutann sýna þann heigulshátt og svik við hagsmuni Hafnafjarðar að láta Ingibjörgu Sólrúnu kúga sig til þagnar og afstöðuleysis. Bæjarstjórnin á einfaldlega að skora á Hafnfirðinga að tryggja áframhaldandi hátt atvinnustig og fjárhagsgrundvöll bæjarfélagsins með því að samþykkja deiliskipulagið.Verði Hafnfirðingar afvegaleiddir í afstöðu sinni til framtíðarinnar af undirförlu og svikulu utanbæjarpakki er næsta víst að þeir munu úthýsa samfylkingunni um ókomna framtíð.Þá er upp kemst um svik.

Kjósendur um allt land munu þá hegna samfylkingunni verðskuldað og gera hana að áhrifalausum smáflokki 12, maí.Hún er auðvitað á hraðri leið með að verða smáflokkur,litla systir klofningsbróðursins.

Sá ekki Kastljósið í fyrrrakvöld en var sagt að vinur minn og veiðifélagi Andri Snær Magnason Draumalandsdósent hefði misst sig og hálf froðufellt í spjalli við Rannveigu Rist.Hún hafi hins vegar verið kúl og flott.Ef þetta er rétt með Andra Snæ,sem ég nú dreg í efa .þá mun það væntanlega vera vísbending um að efnahagshryðjuverkafólk umhverfsissamtaka sé farið að örvænta ,

skynji að Hafnfirðingar ætla ekki að kjósa atvinnu og lífsbjörg út úr bænum.Sú var tíðin að verklýðsfélagið Hlíf í Hafnarfirði átti leiðtoga sem mig minnir að hafi heitið Hermann Guðmundsson,skeleggur ,málefnalegur og fastur fyrir.Íhaldsmaður,sem snérist til vinstri.Ég veit ekki hver stjórnar Hlíf nú,en vona að það sé ekki nádeild frá Samfylkingunni,sem vill hönd dauðans yfir framtíðarhagvöxt eyjunnar bláu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband