28.3.2007 | 02:03
Velja konur þá sem skaffa ekki?
Heil og sæl á þriðjudagskvöldi frá Fiskislóð 14 og Stórueyju á Flórída. Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi og framsóknarmaður pr excellence hér á eftir. Við ætlum að tala um pólitík, Sundabraut,fjölmiðlun og fleira eftir smástund.
Eyjan bláa er fjarlæg þessa stundina með fréttum af umferðaröngþveiti vegna hálku í höfuðborginni og komu lóunnar.Hér er hefðbundin 30 stiga hiti og hafgola. En koma lóunnar hlýtur að ylja landsmönnum um hjartaræturnar þótt hún geri ekki umferðaröngþveitið neitt léttbærara.Enn ein sönnun þess hve óskynsamlegt er með lýðræðiskosningum að fela völdin ósamstæðum stjórnmálaöflum sem standa gegn framförum, bara til að standa gegn þeim.R-lista liðið með Árna Þór Sigurðsson í farabroddi framfarahemla seinkaði mislægum gatnamótum um hálfan mannsaldur.
Það era ð byrja að koma í ljós að fólk er ekki alveg eins galið og ég hef haldið.Fréttablaðið birtir marktæka skoðanakönnun, þar sem velferðarmál eru efst á baugi hjá almenningi, þá efnahagsmál og skattamál og umhverfismálin margumtöluðu eru í 4 sæti. Ætti þá í samræmi við það að vænkast hagur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks,sem hafa sl. 12 ár innleitt mesta velsældartímabil þjóðarinnar. Líklega er rétt hjá mér að konur sem í stórum hópum segjast ætla að kjósa VG séu að skrökva.Konur í eðli sína velja sér þá sem þær telja að geti skaffað. Allir vita að Vinstri grænir geta ekkert skaffað, kunna engin úrræði til að skaffa og boða stefnu,sem yrði hreint afturhvarf til atvinnuleysis og hnignunar.
Velti fyrir mér hvort Ingibjörg Sólrún Gísladóttir geri sér grein fyrir hve Evrópumálin,sem hún er enn einu sinni að tönnlast á eru lágt á forgangslista kjósandans.
Las viðtal Agnesar Bragadóttur við Geir Haarde í Morgunblaðinu fyrir helgi af miklum áhuga. Fannst það sannast sagna síst þeirra viðtala sem þegar hafa birst, eiginlega hálfgert drottningarviðtal,þótt hún reyndi klína á hann slappleika í jafnréttismálum.Annað hvort átti Agnes vondan dag,eða forsætisráðherrann er með sín mál í svo góðu lagi,að á honum er vart veikan blett að finna.
Mér fannst vanta krefjandi spurningar um hvernig næsta ríkisstjórn ætti að verja skatttekjum langt umfram áætlanir.Það er allt gott og vel sem búið era ð gera og það er allt gott að segja um að það eigi að hlúa betur að öldruðum og öryrkjum.En þegar tölur sýna að handbært fé frá ríkissjóði í janúar er tæpir 20 milljarðar, er augljóst að hægt er að skila meira fé til almennings með skatta og gjaldalækkunum. Við, almenningur eigum þetta fé.Það olli mér vonbrigðum að formaður Sjálfstæðisflokksins skyldi ekki einfaldlega kveða upp úr um að flokkurinn myndi beita sér fyrir stórfelldum skattalækkunum fengi hann umboð til áframhaldandi stjórnarsetu frá kjósendum.Við erum búin að mestu að greiða niður skuldir ríkisins.Þess vegna eigum við að fá arðin af rekstri þjóðfélagsins beint í vasann.Ef að arðurinn minnkar,þá einfaldlega hækka skattar og gjöld aftur.
Mér fannst líka vanta spurningar um næstu skref í einkavæðingu ríkisþjónustu og frelsisvæðingu atvinulífsins.
Ég hef ekki mikið álit á Sigurði Tómasi Magnússyni sérstökum ríkissaksóknarasaksóknara í Baugsmálinu. Mér hefur fundist hann hafa lotið lágt og viðhaft svipað fúsk og forveri hans Jón H.B.Snorrason.Honum og aðstoðarmönnum hans kann þó að vera mikil vorkun að taka við máli,sem ríkislögreglustjóri og ákæruvaldið höfðu klúðrað með slíkum endemum að engin fordæmi eru fyrir.
Miðað við málflutning hans í dag og gær virðist leikmanninum liggja beint fyrir enn ein frávísun eða sýknun og enn nein áfrýjun til Hæstaréttar og enn nein framlenging á þessum mesta farsa íslenskra dómsögu frá því að ráðamaður var ákærður fyrir kolluskytterí á fyrri hluta síðustu aldar.
Alveg sama hver endanlega niðurstaðan verður,af þessu máli verður alltaf pólitísk skítalykt.Kannski eru allir viðkomandi pólitísku aðilar sárasaklausir,en Gróu á Leiti hefur þá tekist einkar vel upp við iðju sína.
Líklegast hefur í þessi máli verið beygð ein reglugerð eða tvær varðandi meðferð fjár í almenningshlutafélagi.Engir peningar virðast hafa horfið og stórfelldi fjárdrátturinn,sem Jónína Ben ætlaði að skrifa heila bók um og sómapilturinn Jón Gerald bar upp á fyrrum vini sína sýnist í besta falli hugarburður í versta falli vísvitandi upplognar sakir.
Fjögurra ára þrotlaus vinna hæfustu rannsóknarlögreglumanna og endurskoðenda eyjunnar bláu skilar engu. Jón Ásgeir ótrúverðugur og skjaldborg slegið utan um Jón Ásgeir eru einu rökin,sem saksóknara tekst að
kasta á loft til að færa sönnur fyrir máli sínu.Hefnigjarni Flórídabúinn sagður einstaklega trúverðugur og samkvæmur sjálfum sér Þetta er með hreinum ólíkindum. Minnir ótrúlega á forsetalífsýni í bláum polkapunktakjól Moniku Lewinskys.Eina sem kom út úr hundraða milljóna dollara rannsókn Kenneths Starr á meintu fasteignamisferli Clintonhjónanna í Arkansas.
Ekki hefur heyrst minnst á Starr að ráði síðustu 5 ár, enda sagt að repúblíkanar vilji halda honum í felum. Svipuð gætu örlög Jóns H.B. og Sigurðar orðið.Gæti verið áhugavert í framtíðinni að heyra refsiréttarkennara íslensku háskólana skýra þetta mál út fyrir áhugasömum stud.juris.
Lögspekingum framtíðarinnar.
Héðan úr Bushlandi er frekar lítið að frétta.Helst að verið sé að reyna að losna við Gonsales dómsmálaráðherra vegna brottreksturs 8 saksóknara.
Bensínlírinn hérna kostar nú rétt um 45 krónur 87 oktana Guðni Ágústsson hæstvirtur landbúnaðarráðherra á morgun og Einar Kristinn Guðfinsson hæstvirtur sjávarútvegsráðherra á fimmtudag á rás 18 á breiðbandi og adsl kerfi símans. Erum á leið inn á Visir .is og Digital Ísland.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook