23.12.2006 | 13:04
Laxamýrarhangikjöt og sonarheimtur
Til að innleiða jólastemminguna suðum við heimareykta Laxamýrarhangikjötið,sem við fáum árlega frá vinkonu okkar frú Jónu á Laxamýri í vöruskiptum. Maður stendur yfir lærinu beint úr pottinum og rífur glóðvolgt kjötið af beini , treður upp í sig með laufabrauði og þverhandarþykkri smjörklípu og skolar svo öllu niður með ískaldri malt og appelsínblöndu. Ég veit ekki hvort lífið gerist öllu betra, nema ef vera skyldi rjúpur á aðfangadagskvöldi.
Á Jóladag fer svo stórfjölskyldan að Langárbökkum og eyðir jólarrest við bókarlestur og veisluhöld við árnið eins og í vorleysingum eftir rigningar síðustu daga. Gleðileg jól öllu sömun og þakka ykkur 4500 talsins,sem heimsóttuð ÍNN síðuna í gær,ég er hreinlega þrumlostinn.Hafði áður fengið 450 heimsóknar á bloggið mitt á Visir.is á 6 vikum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þegar ekki minni maður en Björn Ingi Hrafnsson mælir með manni (21/12.06) hlýtur það að hafa áhrif. Gott að hafa þig hér á meðal alvöru manna. Vertu velkominn.
Hlynur Jón Michelsen, 26.12.2006 kl. 14:37