Laxamýrarhangikjöt og sonarheimtur

Jólin eru í höfn á mínu heimili flott og fín. Atlantaflugmaðurinn okkar Hafsteinn Orri lenti á Keflavík um fjögurleytið í morgun í snarvitlausu veðri eftir nær látlaust 20 tíma flug.Fyrst með fulla Boeing 747 af pílagrímum frá Indónesíu til Jedda  og svo farþegi frá Jedda til London eftir smálúr til að ná jólum og áramótum heima áður en byrjað verður að flytja pílagrímana til sins heima í fyrstu viku nýja ársins.Það var mikill léttir að vita af honum á eyjunni bláu,allir búnir að vera með hnút í maga yfir þokunni á Heathrow,að hann hreinlega kæmist ekki heim.Eini áhyggjulausi fjölskyldumeðlimurinn,Ingvi Hrafn Hafsteinsson 2ja ára,sem er ekki farinn að fatta þriggja vikna heim og heiman skiptingu föður sins.Vill til að móðir hans Kristín Berta Sigurðardóttir er sjómannsdóttir frá Patró,alin upp við langar föðurfjarvistir í Norðursjó,kann þetta frá A-Ö,en þau hjónakornin geta líka Skypað oft á dag,kostar ekki krónu með gati.

 

Til að innleiða jólastemminguna suðum við heimareykta Laxamýrarhangikjötið,sem við fáum árlega frá vinkonu okkar frú Jónu á Laxamýri í vöruskiptum. Maður stendur yfir lærinu beint úr pottinum og rífur glóðvolgt kjötið af beini , treður upp í sig með laufabrauði og þverhandarþykkri smjörklípu og skolar svo öllu niður með ískaldri malt og appelsínblöndu. Ég veit ekki hvort lífið gerist öllu betra, nema ef vera skyldi rjúpur á aðfangadagskvöldi.

 

Á Jóladag fer svo stórfjölskyldan að Langárbökkum og eyðir jólarrest við bókarlestur og veisluhöld við árnið eins og í vorleysingum eftir rigningar síðustu daga. Gleðileg jól öllu sömun og þakka ykkur 4500 talsins,sem heimsóttuð ÍNN síðuna í gær,ég er hreinlega þrumlostinn.Hafði áður fengið 450 heimsóknar á bloggið mitt á Visir.is á 6 vikum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Þegar ekki minni maður en Björn Ingi Hrafnsson mælir með manni (21/12.06) hlýtur það að hafa áhrif. Gott að hafa þig hér á meðal alvöru manna. Vertu velkominn.

Hlynur Jón Michelsen, 26.12.2006 kl. 14:37

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband