Örvænting hjá 365! Hundruð milljóna króna sjálftekið fé hjá viðskiptavinum?

Viðskiptavinir 365, allir eða hluti þeirra urðu fyrir því að áskriftardeild 365 tók tvöfallt áskriftargjald af greiðslukortum fyrir júlímánuð. Sendi út afsökunarbréf samdægurs og í stað þess að endurgreiða samdægurs sögðu þeir að ekkert yrði rukkað fyrir ágúst.Eitthvert ósvífnasta viðskiptatrix seinni tíma. Enda svarar forstjórinn Ari Eðwald ekki formlegum fyrirspurnum um umfang þessarar lántöku, forðaði sér til útlanda. Ef þetta er yfir línuna, gæti hér verið um tugi jafnvel hundruð milljóna króna vaxtalaust lán,sem þetta almenningshlutafél í eigu Baugs tekur hjá andvaralausum áskrifendum. Hlutabréfin eru að vísu í frjálsu falli og stutt í að að Baugur leysi þau til sín,en svona lúaleg vinnubrögð taka auðvitað engu tali. Í Guðana bænum ekki láta þá komast upp svínaríið.


« Síðasta færsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband