15.6.2007 | 16:45
Algerlega vonlaust að eiga viðskipti við 365 !!!
Hrafnaþing er á Visir.is og rás 18 á Breiðbandi og ADSL Símans.
Hallur Hallson og Jón G. Hauksson Ritstjóri frjálsrar verslunar gestir okkar í dag.Skoðuðum fréttir vikunnar úr pólitík,fjölmiðlun og viðskiptum,stórskemmtilegur og fróðlegur þáttur.
Lifandis skelfing er ég feginn að það skuli skarast línur hjá Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu.Einhver sjórnarandstöðu pótintáti kallaði þetta ríkisstjórn hins ófullgerða stjórnarsáttmála.Guðni Ágústsson formaður framsóknarflokksins sagði samfylkinguna með alla vasa fulla af handsprengjum,sem hún myndu varpa að samstarfsflokknum.
Eðlilegt að menn segi svona,sem sjá fram á 4 ára þrautagöngu um eyðimörk stjórnarandstöðu.
Ég einfaldlega gleðst yfir því að menn skuli tala svolítið út og suður,sérstaklega fólk,sem er óvant sviðsljósi ráðherradómsins og þarf að átta sig á hlutunum.Meðan fólk tjáir sig spontant,fáum við virkikilega að sjá heyra persónulega skoðanir,sem síðar munu víkja fyrir spunum spunameistara,sem þykjast ráðleggja heilt.
Þessi stjórn byrjar með stæl, sérstaklega er ég ánægður með nýjan hæstvirtan samg0nguráðherra,sem ég held að eigi eftir að slá Sturlu Böðvarsson út,sem þótti með afkastameiri samgönguráðherrum.
Loksins kemur maður,sem tekur undir með mér um að ökufantar verði ekki stoppaðir fyrrn en ökutækin eru einfaldlega gerð upptæk, hvort sem það eru bílar eða bifhjól á sama hátt og menn gera eiturlyf upptæk. Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi er sammála mér að taka drápstólin af þessum andskotum.
365, er vonlaust fyrirtæki að skipta við,sem er að sigla inn í einkaeign Baugs.Þakka Guði fyrir að hafa losað mig við öll hlutabréfin í janúar sl, eftir hörmungarviðskipti við þjónustudeild fyrirtækisins.Ekki batnaði það nú.Keyptum áskrift að sumarbústaðnum og fyrir veiðihúsið Langárbyrgi fyrir 4 dögum. Fengum afhenta 2 gallaða myndlykla og höfum ekki náð að opna eina einustu áskriftarrás,sem við greiddum þó rúmar 8 þúsund krónur fyrir á hvorum stað.
Ég var meira og minna allann daginn í símanum í gær við 5 manneskjur í þjónustuveri Gísla,Eirík og Helga.allar fóru þær með mér í gegnum sömu leiðirnar,sem enduðu alltaf allar með lokaða rás. Loksins sagði einhver Íris þú verður bara að keyra upp í Baulu og fá þér nýjan.Það eru nú bara 50 kílómetrar.Ég sagði við stúlkuna,sem var ákaflega kurteis og vildi vera hjálpleg, þið selduð mér gallaða áskrift,nú sendið þið Ómar Örn , ykkar mann í Borgarnesi með nýjan lykil og látið hann stilla lykilinn inn. Nei, við gerum ekki svoleiðis sagði blessuð stúlkan, farðu bara í Baulu. Greinileg viðhorf til landsbyggðapakksins,engin elsku mamma fyrir það.
Sannast ítrekað á 365
Skítafyrirtæki veita skítaþjónustu.
Ari Eðvald getur tekið þessar 2 áskriftir og troðið þeim að vild eftir að hafa endurgreitt mér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook