Of mörg lík í framsóknarlestinni???

 

 

Þrír dagar í kosningar á miðvikudegi og gestur okkar í dag sjálfur Hannes Hólmsteinn Gizurason prófessor og einn af guðfeðrum bláu handarinnar.

 

Ég er ekki mikil aðdáandi DV,kaupi það þó um helgar.því það er bara hellingur að lesa.Sá forsíðu þess í sjoppu í gærkvöldi og það þyrmdi yfir mig af tilhugsuninni um að Björn Bjarnason hafi svo ruglast við svæfinguna á Landsspítalanum á dögunum,að hann ætli samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV að skipa Jón H.B Snorrason í embætti ríkissaksóknara.

 

Það er svo hlegið að þessum manni og pískrað í laganna heimi fyrir fordæmalaus embættisklúður að dómsmálaráðherra verður að leita sér andlegrar aðstoðar ef hann lætur eitt andartak hvarfla að sér að skipa hann í þetta mikilvæga embætti. Ekki meira um það, þetta hlýtur að vera kjaftasaga.

 

Hafði gaman að því í þættinum í gær að ég og Bolli Thorodssen vorum eiginlega búnir að mynda stjórn Sjálfstæðisflokks og samfylkingar.Ég hygg að miklu fleiri séu sama sinnis og margir af tvístígandi kjósendum framsóknar ætli að greiða sjálfstæðisflokknum atkvæði, eiginlega til að tryggja að hann þurfi að fara í stjórn með Samfylkingunni.

 

Hvaðan í fjandanum koma allir þessir framsóknarmenn svona á síðustu mínútunni sagði vinur minn í hádeginu er hann sá nýjustu Gallup capacent könnunina, þar sem fylgi framsóknarflokksins hefur tvöfaldast á 48 klukkustundum. Og þingmennirnir orðnir 9 og 24 fyrir sjálfstæðisflokk.Mjög skrítnar en áhugaverðar tölur,sem hljóta að hafa komið eins og þruma úr heiðskíru lofti á stjórnarandstöðuna.

 

Ég hitti gær  fyrrum forystumann í framsókn,sem hefur eiginlega verið í áfallahjálp yfir örlögum flokksins.Var ómyrkur í máli yfir því sem hann kallaði sjálfseyðingarhvöt.Sagði að þegar Siv Friðleifsdóttir hefði komið inn í þingflokkinn fyrir 8 árum hefði fjandinn verið laus æ síðan og allur trúnaður innan flokksins fokið út í veður og vind.

 

Halldór Ásgrímsson hefði misst flokkinn út í agaleysi,sem hefði síðan leitt af sér hverja bommertuna á fætur annarri.Kristinn H .Gunnarsson hefði reynst hreinn skemmdarvargur,sem forystan hefði  átt að geta séð fyrir,en kosið að snúa blindu auga að.Allur Sleggjufarsi framsóknar hefði verið hrein skelfing og menn hefðu ekki bara flotið sofandi að feigðarósi,heldur hreinlega stímað þangað á fullri ferð um hábjartan dag.

 

Ástæðan,skipstjórinn sem var á útkikkinu lét sem ekkert væri.Svo klikkti þetta lið með Siv í farabroddi út með því að hóta stjórnarslitum á síðustu metrum þingsins út af einhverju orðalagi í stjórnarskrá,sem hafði nákvæmlega enga þýðingu.Önnur innanflokksuppákoma að hætti Sivjar,skipan Páls Magnússonar í stjórnarformannsstólinn í Landsvirkjun.

 

Svo sagði þessi fyrrum forystumaður Framsóknar hvernig í ósköpunum getur flokkurinn ætlast til að kjósendur beri traust til hans eftir slíkar endemis uppákomur.

 

Mér varð nú bara hugsað til þess hvað aðrir hugsa ef fyrrum innvígðir  og innmúraðir eru svona gáttaðir.

 

Líklega er komið að kaflaskiptum hjá þessum flokki og beðið eftir nýjum foringja í anda Björns Inga Hrafnssonar til að endurnýja málefnaskrá og fylgisgrundvöll.

 

Líklegast er Geir Haarde búinn að sjá það sama og Davíð sá eftir 4 ár með Alþýðuflokknum,að það eru orðin of mörg lík í lest Framsóknarflokksins og of mikill innanflokkságreiningur til að hægt sé að tryggja áframhaldandi farsælt stjórnarsamstarf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband