8.5.2007 | 20:34
Eini möguleiki Ingibjargar á ráðherrastóli
Sæl og blessuð það er kominn þriðjudagur 8. maí,4 dagar í kosningar .Bolli Thoroddsen og Jón Kristinn Snæhólm hér á eftir.
Lóurnar voru komnar í túnið við Sólvang um helgina og kölluðust á við mig með flauti og díirrindí.
Þetta voru greinilega þær því ég fékk að rölta svo nálægt þeim að við horfðumst í augu.
Svo sá ég hrossagauk í hringflugi rétt fyrir austan,en engan spóa, jaðrakan né kríu.
En það var mikil samstaða og gleði á aðalfundi veiðifélagsins og bændaveislu okkar hjóna á laugardagskvöldi.Við hjón skilum af okkur meira en 30 ára góðu Langárbúi árið 2009 til vina okkar í Laxi ehf,Gísla Ásgeirssonar,Jón Þórs Júlíussonar og Jóhannesar Kristinssonar félaga þeirra.Miklir sómadrengir og happafengur fyrir Langárbændur.Það skiptir okkur öll gríðarlega miklu máli að ánna annist menn,sem bera mikla virðingu fyrir náttúrunni og öllu umhverfi og umgjörð elvunnar bláu.
En aftur að pólitík varla skjálfti í nokkrum manni,nema garminum framsókn. Valgerður Sverrisdóttir segir réttilega,að framsókn hafi ekkert að gera í ríkisstjórn ef kjörkassafylgið verður í samræmi við skoðanakannanir.Það verður eithvað meira, 3-4 af hverjum 10 kjósendum eru óákveðnir og margir þeirra kjósa framsókn.Það breytir hins vegar litlu um þá staðreynd að þjóðin er haldin framsóknarþreytu. Ekki vegna þess að Framsókn hafi ekki gert jafngóða hluti og Sjálfstæðisflokkurinn í að byggja hér upp eitt efnaðasta samfélag í heimi.
Þjóðin vildi ekki Halldór Ásgrímsson sem forsætisráðherra.
Þjóðin hefur ekki áhuga á Jóni Sigurðssyni,sem Halldór tróð ofan í kok á flokkssystkinum sínum og þjóðinni í leiðinni.
Þjóðin hefur ekki áhuga á utanríkisráðherra,sem flytur ræður á Allsherjarþingi sameinuðu þjóðanna tæplega á 4. bekkjar ensku.
Þjóðin hefur ekki áhuga á að framsókn troði bitlingarmönnum sínum í stjórnarformennsku í Landsvirkjun.
Þjóðin hefur ekki áhuga á biðlistaráðherrum í heilbrigðismálum.
Þjóðin hefur kannski ekki áhuga á landbúnaðarráðherra,sem korteri fyrir kosningar gerir enn einn búvörusamning við sauðfjárbændur.
Þjóðin hefur ekki áhuga á sjálfsfróandi Byrgisbændum.
Þjóðin trúir ekki umhverfisráðherra sínum.
Það virðist vera ótrúlega margt,sem þjóðin hefur ekki áhuga á sem framsókn gerir,en klappar Sjálfstæðisflokki fyrir,sem nýtur nú meira fylgis en hann gerði áður en Sverrir Hermanssonar og Guðjón Arnar Kristjánsson klufu sig til Frjálslynda flokksins.
Allt þetta staðfestir raunar sterkar en nokkuð annað,að eina raunhæfa stjórnin,sem bjóða á þjóðinni upp á er athafna og velferðarstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.Gæti eins og ég hef verið að segja ykkur orðið öflugasta framfarastjórn í sögu lýðveldisins.
Sjáiði menntamálaboð Samfylkingar,tekur beinlínis undir öll verk Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur.
Samfylkingin mun á næstu dögum vinna sig nær sjálfstæðisflokknum en nokkru sinni áður.
Össur Skarphéðinsson veit hvað klukkan slær og hann hefur sagt Ingibjörgu Sólrúnu það.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir horfist í augu við sjálfa sig í speglinum á hverjum morgni sem segir við hana.
Þinn eini sjens að verða nokkru sinni ráðherra á ævinni er með Geir Haarde.Mundu það Imba litla, eini sjensinn.
Sjaldan hef ég séð vandræðalegri mann en Ólaf Ólafsson fyrrverandi landlækni og leiðtoga aldraðra í gær er stjórnarandstaðan hafði náð að mana hann í slag. Málflutningur hans stóð á svo veikum grunni,að hann trúði sér ekki sjálfur.Engar ríkisstjórnir seinni tíma hafa tekið á málefnum aldraðra af jafnmiklum myndarskap og þær sem sjálfstæðisflokkurinn hefur veitt forystu.En það má gera betur og aldraðir vita að Sjálfstæðismenn í Reykjavík og um allt land munu hafa forystu um það.
Kæmi mér ekki á óvart að Sigursteinn Mássson og öryrkjar komi upp á deck í vikunni.Enda er þetta tíminn fyrir þrýstihópa að koma sínum baráttumálum á framfæri og sjá hvort hægt er að
Gráta eitthvað meira út úr pólitíkinni á lokasprettinum.
Líklega ekki.
Meginlínurnar eru lagðar og spurningin aðeins hvort fólki tekst að sannfæra Ingibjörgu Sólrúnu og Geir Haarde að þau eigi að mynda stjórn saman.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook