24.4.2007 | 00:49
80 ríkisjötustörf til Vestfjarða!!!!
Heil og sæl frá Key Largo.
Hér vestra eyða fjölmiðlar mestum tíma og rými í að reyna að finna orsök fjöldamorðanna í Virginíu,hvað það var sem brast í geði þessa ógæfusama Kóreumanns.Fátt er um svör en greinileg varúðarflögg voru á lofti og það svo að einn af próessorum hans fór til Háskólalögreglunnar og sýndi þeim ritgerðir,sem höfðu vakið með honum ótta vegna öfga og ofsa..En án sannanna var ekkert hægt að gera.
Komið er fram að hann keypti vopnin fyrir mánuði síðan,tvær byssur og skotfæri fyrir um 500 dollara og tók bakgrunneftirgrennslan 1 mínútu að sögn verslunareigandans.Viðskiptin voru fyllilega eðlileg og samkvæmt laganna ramma.
Greinilegt að pilturinn var búinn að undirbúa þetta lengi og skrifaði sjálfsvígsbréf,þar sem sagði einkar kuldalega,þið neydduð mig út í þetta.Það er nú ljóst að hann náði að hleypa af 175 skotum,
Verð að segja að Vestfjarðaúrræðin valda mér vonbrigðum.80 ríkisjötustörf,hraða vegaframkvæmdum og bæta fjarskipti.Líkist fremur einhverju kosningasnuði,en alvarlegri tilraun til að renna stoðum undir uppbyggingu atvinnulífs og framtíðarbyggðar.Kannski var þetta bara fljóthugsað til að redda Einurunum og Sturlu fram yfir kosningar.
Ég hefði haldið að lánafyrirgreiðsla til kvótakaupa hefði verið eðlilegri leið og ég meina lán,en ekki styrk. Það eru stöðugar fréttir frá öðrum byggðalögum t.d.Vestmannaeyjum þar sem stórhuga fólk er að kaupa skip og kvóta.Afurðaverð og að vísu verð á aflaheimildum er í sögulegu hámarki.Við vitum að heimamenn í Bolungarvík hafa bætt verulega við aflaheimildir,kannski ekkert á borð við það sem gula Guggann fór með að heiman.
Ég skynja að í heimabæ hæstvirts sjávarútvegsráðherra snúist lífsgæðahjólið hraðar en á mörgum öðrum stöðum vestra,því þar hafi menn kosið að hjálpa sér sjálfir. Í uppsiglingu kann að vera stóriðja í mótttöku þýskra sjóstangaveiðimanna og kannski í framhaldi af því frá öðrum sjávarhéruðum Evrópu.Hugsanlega býður ekkert land í heiminum upp á aðra eins möguleika til sjóstangaveiði og Ísland.Kannski getur hafið í kringum landið orðið sportveiðimönnum álíka gersemi og íslensku laxveiðiárnar. Allt þetta þarfnast markaðssetningar og uppbyggingu aðstöðu,báta og gistingu.Svo er meira að segja hægt að sameina þetta tvennt með því að fá íslensku skipasmíðastöðvarnar til að hanna sérstaka sjóstangaveiðibáta með flottri gistiatöðu um borð,svona eins og í snekkjum.
Verð að viðurkenna að ég botna ekki almennilega í þessu olíuhreinsunarstöðvarmáli.Er þetta stöð,sem á að kaupa hráolíu og breyta henni í bensín og díselolíu fyrir íslenskan markað,eða á að framleiða olíuvörur til útflutnings.
Svo hef ég líka heyrt af hugmyndum um að virkja vatnið sem fossar út úr Vestfjarðagöngunum til átöppunar og útflutnings.
Svo gætu Vestfirðingar tekið sig saman í andlitinu og búið í haginn fyrir betri mótttökuskilyrði fyrir ferðamenn með uppbyggingu frambærilegrar gistiaðstöðu og heilsulinda.Kannski fengið sjálfa Jónínu Ben til að flytja fólk til Vestfjarða sér til heilsubótar fremur en til Pólands.Ég man eftir því frá því ég var 2 vetur á Núpi í Dýrafirði og togarasjómaður frá Ísafirði, hversu vestfirska sjávarloftið var svo kyngimagnað,að þar veiktist varla nokkur maður og veikist kannski ekki enn.
Við vinkonu mina Ólínu Þorvarðardóttur fyrrum skólameistara og Halldór Halldórsson bæjarstjóra á Ísafirði segi ég bara, kastiði frá ykkur betlistafnum , hann fer ykkur engan veginn og takið til eigin ráða. Hvernig væri til dæmis að fá Jafet Ólafsson sem ráðgjafa við að finna leiðir til að laða fjárfesta vestur á firði.
Hef hvergi séð lista yfir þau veitingaghús,sem stungu vasklækuninni í eigin vasa.Afskaplega einfallt ef það er ekki þegar búið að birta opinberlega lista yfir þessa staði.Fólk getur þá einfaldlega sniðgengið þá. Væntanlega er neytendavitund fólk slík að það lætur ekki svona kújóna hlunfara sig. Við hjá Langárveiðum létum einfaldlega reikna út fyrir okkur kostnaðarlækkun vegna vasksins og lækkuðum matarverð okkar úr 6500 krónum á dag í 5850.Við gerðum það án þess að kanna hvort einhverjir byrgjar hafi hækkað verð á einstökum vörutegundum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook