4.4.2007 | 03:08
Nú er kátt á Húsavík og í Helguvík
Heil og sæl, frá Key Largo og Fiskislóð 14,tveimur aðalstöðvum ÍNN.Nafni minn Yngvi Örn Kristinsson framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbankans hér á eftir.Hann var áður m.a.forstöðumaður peningamáladeildar Seðlabanka Íslands og er hiklaust talinn einn fremsti sérfræðingur landsins á sviði efnahags og viðskiptamála.
Það verður ekki séð að úrslitin úr kosningunum í Hafnarfirði á laugardag hafi haft hin minnstu áhrif á gengi krónunnar eða markaðinn almennt.Kannski skiptu þessar kosningar engu máli,annað en það að undirstrika að Íslendingar eru orðnir uppteknari af umhverfismálum en margan grunaði.
Hins vegar fullyrði ég að nú er kátt á Húsavík og Helguvík og möguleikar þeirra hafa stóraukist,en Hafnfirðingar komnir aftast í röðina,sem þeir greinilega vildu með 88 atkvæða mun. Þátttur samfylkingarinnar og Lúðvíks Geirssonar er hraklegur og nauðsynlegt að kjósendur hafi þeað í huga 12. Maí.Nauðsynlegt er líka að fólk geri sér grein fyrir að þessi úrslit gilda í mesta lagi þar til vorið 2010, er ný bæjarstjórn verður kosinn í Hafnarfirði.Þá munu Hafnfirðingar reka Lúðvík Geirsson og kó á dyr og nýr meirihluti með álversstækkunt taka við völdum.
Þannig hafa Hafnfirðingar engar býr brennt að baki sér,aðeins frestað framförum. Telja sig hafa haft efni á því og þannig er lýðræðið.Lýðræðið er hins vegar líka þannig að tvískinnungur og lýðskrum Samfylkingarinnar liggur nú fyrir manna og hunda fótum og jafnvel hundar munu ekki kjósa Samfylkinguna 12. Maí.
Það verður áhugavert að sjá hve langan tíma það tekur Hannes Smárason og Jón Ásgeir Jóhannesson að taka völdin í Glitni og enn meira spennandi að sjá hvert framhaldið verður.Þessir piltar eru þekktir fyrir flest annað en kyrrstöðu og engin spurning að þeir eru með áætlanir langt fram í tímann.
Samt held ég að fæstir geri sér grein fyrir átakapunktum umhverfisverndar og atvinnuuppbyggingar. Held að það sé meira í tísku að vera umhverfissinni,vera svolítið grænn.Fullyrði líka að þekking hins almenna Jóns og Jónu á þessu flókna samspili náttúru og manns ristir fremur grunt.
Þegar þúsundir Íslendinga gengu atvinnulausir í kringum 1995 réttu fulltrúar allra stjórnmálaflokka upp hendur til stuðnings stækkunar álvers. Þá var ástandið hér á landi,4 árum eftir síðustu vinstri stjórn með þeim hætti að hámenntað ungt folk,sem kom heim til starfa, hröklaðist aftur út því að það var ekkert fyrir það að gera.
Vonandi koma slíkir tímar ekki aftur á eyjunni bláu í náinni framtíð,en þeir munu koma aftur,reynslan sýnir okkur það.Þá munu þeir sem greiddu atkvæði með stækkun álversins núa andstæðingum sínum því um nasir.
Sem auðvitað hefur ekkert upp á sig.
Ég held hins vegar að þessu máli sé víðsfjarri lokið.
Alcanmenn verða væntanlega seint gripnir í bólinu með að hafa ekkert velt fyrir sér hvað kostir væru í stöðunni,ef úrslit kosninganna yrðu þeim óhagstæð,
Ég er svolítið hissa á því núna að ekkert skuli minnst á Keilisnes,sem er rétt handan við lækinn og ef ég man rétt var búið að hanna þar og samþykkja fullbúið álver.Gott ef ekki var búið að kaupa undir það land.Ég trúi því að hægt sé með einhverju móti að samnýta Straumsvíkurhöfnina og hægt leggja beinan og breiðan veg á milli. Kannski er þetta allt upp á teikniborðinu,en ég hef allavega ekkert séð um þetta á prenti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.4.2007 kl. 12:30 | Facebook