24.3.2007 | 01:30
Íslandshreyfingin húmbúgg?
Sæl og blessuð frá Key Largo. Fötudagur 23 mars. Sigurður G Tómasson og Jóhann Hauksson tveir af máttarstólpum útvarps sögu fm 994 hér á eftir til að skoða viðburði vikunnar og önnur viðfangsefni.Tveir af reyndustu fréttahaukum eyjunnar bláu. Fylgi flokkanna heldur áfram að sveiflast en vinstri grænir og þeirra hagvaxtarbremsustefna njóta áfram fylgis nær þriðjungs velsældarþjóðarinnar miklu.Að mati Hrafnaþingsstjóranda er fólk annað hvort farið að kríta liðugt , eða gengið af göflunum.
Átti stefnumót við Tiger Woods seinnipartinn í dag á Doralgolfvellinum upp í Miami,þar sem hann leikur ásamt öllum bestu golfurum heims.Var heppin heppinn og sá með eigin augum fádæma snilli hans.Honum gekk ekkert sérlega vel í gær og var 4 höggum á eftir fyrstu mönnum.Það segir hins vegar ekkert þegar Tiger er annarsvegar og er annarri umferð lauk var hann með tveggja högga forystu eftir six fugla hring.Ég sat á fremsta bekk á áhorfendapöllum á 18. holu og sá hann í snertifjarlægð um stund er hann bein eftir að félagarnir Immelman og Allenby púttuðu.Þegar hann setti 3 metra pútt ofan í til að tryggja 66 högga hring stóð allur skarinn á fætur og hrópaði af hrifningu.
Nennti ekki að lesa fréttablaðið á netinu í gær og sá ekki kjaftaklausuna,sem Davíð Oddsson er að skammast yfir í dag.Svolítið merkilegt að fyrrum formaður sjálfstæðisflokksins skuli ritstýra róburði um annan fyrrverandi formann.Merkilegt þar til að maður rifjar upp hver felldi hvern á landsfundi flokksins 90 eða 91.En kannski var Þorsteinn í fríi í fyrradag og vissi ekkert um þennan rógburð.
Hef verið að reyna að átta mig á hversu mikil alvara er á bak við framboð Ómars Ragnarssonar og hvort hann og aðrir forvígismenn vita hvaða fylgi þau sækjast eftir.Kannski er þetta bara húmbúgg og blaðamannafundurinn verkfæri til að koma þeim í skoðanakannanaferli til að sjá hvort það er eitthvað vit að setja milljónir í að gera framboðið úr garði. Ekkert forvígsmannanna á peninga til þess. Hlýtur einhver miðill að gera snarlega skoðanakönnun til að leiða þetta í ljós.Allavega verður capacentkönnunin í næstu viku áhugaverð. Nánar um þetta hér á eftir með Sigurði G og Jóhanni Haukssyni. Þátturinn endursýndur kl 8 á laugardagsmorgni og kl 14.00 á rás 18 á Breiðbandi og Adsl kerfi Símans.
Demókratar hér vestra eru komnir í heilagt stríð við Bush forseta og ætla greinilega, ekki að gefa honum nokkurn grið það sem eftir er kjörtímabils.Þeir fullyrða að þeir séu komnir með atkvæði til að tryggja samþykkt frumvarps um að kalla Bandaríkjaher heim á næsta ári verði menn ekki búnir að vinna stríðið þá.
Vinir mínir hér um slóðir hafa lítinn áhuga á að ræða um stríðið,finnst það svo skelfilegt og orðið fjarlægt stríði gegn hryðjuverkasamtökum.Þeir séu bara flæktir í nýjustu útgáfu af 1350 ára gömlu hatursstríði Sjíta og Sunníta.
Aðalfrétt gærdagsins var um krabbamein Elísabetar Edwards og ákvörðun þeirra hjóna um að maður hennar John,sem var varaforsetaefni Kerrys fyrir tveimur arum,myndi halda áfram baráttunni fyrir tilnefningu demokrataflokksins til forsetaembættisins.Elisabet greindist með brjóstakrabbamein 2004,en læknar greindu í fyrradag að það hefði dreift sér í rifbein og orðið ólæknanlegt 4. stigs mein.Hins vegar væri hægt að beita ýmis konar meðferðum og hún því átt langa lífdaga fyrir höndum.
Þau hjón sögðust ekki sjá tilgang í því að sitja heima og vorkenna hvort öðru.Framboð Johns er hins vegar ekki sérlega vænlegt á þessu stigi málsins,yfirburðir Hillary Clintons í þessari baráttu eru ótvíræðir.
Seint hefði ég trúað því að meðal demokrata árið 2007 stæði valið um forsetaframbjóðanda flokksins milli konu og manns af afrískum/ bandarískum ættum.
Hér á suður Flórída ringdi hundum og köttum í gær, eiginlega í fyrsta skipti síðan við vorum hér í lok nóvember.Vatnsskorturinn var orðinn og er ennþá mjög alvarlegur. Til dæmis er bannað að vökva garða eða þvo bíla nema milli 4 og 8 á morgnanna, þrisvar í viku. Væntanlega hefur rigningin í gær litlu bjargað og spáð er þurru og vindasömu veðri og 28-30 stiga hita svo langt sem augað eygir. Kannski munu draumar Steingríms J. Sigfússonar um stórfelldan vatnsútflutning í stað stóriðju rætast ef þurrkar halda áfram að hrjá folk í sunnanverðum Bandaríkjanna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook