Kjaftstopp besservisser

Hrafnaþing 9, mars.

 

Gamlir félagar, Sigurður G Tómasson og Hallgrímur Thorsteinsson hér á eftir um pólitík og fréttir vikunnar.Sigurður G alla morgna á útvarpi Sögu fm 994 milli 9 og 11, Hallgrímur á Visi.is og fréttaþulur Bylgjunnar.

 

Sendum Magnúsi Stefánssyni hæstvirtum félagmálaráðherra baráttukveðjur, traustir vinir verða að hlusta á lækna sína og hlýða þeim. Kirkjugarðarnir eru fullir af fólki,sem hafði hvorki tíma til að fara til lækna hvað þá að hlusta á þá.Magnús veit væntanlega núna að hann átti ekkert erindi niður í þing aftur í gær.Hann á að leggjast inn á spítala og láta rannsaka sig holt og bolt áður en lengra er haldið. Fá vökva og næringu í æð og annað sem þarf til að koma líkamsstarfseminni í rétt horf. Einhver annar getur mælt fyrir frumvarpi til jafnréttislaga.

 

Ég er innilega ósammála stjórnarformanni olíufélagsins Esso og dótturfyrirtækja hvað sem þetta nú allt heitir.Bjarni Benediktsson háttvirtur þingmaður stendur nú í fyrsta sinn frammi fyrir miklum hagsmunaárekstri,sem einn af aðaleigum stórfyrirtækjasamsteypu og fulltrúi fólksins,þar á meðal kvenna í kraganum, hans kjördæmi.

 

Mótmæli hans gegn ákveðnum greinum frumvarpsins,eru dæmigerð fyrir það sem ég er búinn að hamra á frá því Hrafnaþing fór fyrst í loftið fyrir mörgum árum karlar láta ekki valdatól sín af hendi, nema barðir til þess með harðri hendi laganna.

 

 Það liggur við að maður hafi fyllst skelfingu þegar hæstaréttardómarinn fyrrverandi og lagafrömuðurinn  frú Guðrún Erlendisdóttir taldi að með bjartsýni mætti búast við jafnræði í launum karla og kvenna svo undir 2020.

 

Kynjakvóti er það eina,sem dugar, lögbundinn kynjakvóti,ekki eins og framsóknarmenn í tíð Halldórs Ásgrímssonar kölluðu lög flokksins leiðbeinandi en ekki bindandi,er þurfti að henda Siv friðleifsdóttur út úr ríkisstjórninni.

 

Ég skil ekki almennilega þetta stjórnarskrármál sem allt var að fara í loft upp út af, hótanir um stjórnarslit Sivjar gegn breiðsíðu karlafylkingarinnar í framsókn.Ég bara skil ekki málið og ekki skánar það þegar fremur geðillur fyrrum lagaprófessor segir plaggið marklaust.Það sé ekkert til sem þjóðin sem slík eigi.Hvernig stendur þá á hádramatískum næturfundum,stríðfyrirsögnum á forsíðu moggans,ef þetta er allt marklaust.Þeim ber saman um það Haarde og Sigurðssyni að það sé alls ekki meiningin að hrófla á nokkurn hátt við kvótakóngum, heldur ef eitthvað er festa þá í sessi.

 

Ef ég botna ekkert í málinu, landskunnur kaftaskur og besservisser býð ég ekki í Jón og Jónu.

Jón og Jóna svara þessum ruglingi bara með því að skrökva því að capacent gallup að þau ætli að kjósa Steingrím J Sigfússon og öll hans kyntröll. 27.7 prósent, bráðum þriðjungur þjóðarinnar  upp í rúm hjá vinstri grænum.Guð minn almáttugur. Ingibjörg sólrún verður heppin ef henni verður boðið fagráðuneyti í stjórn undir forsæti Steingríms J.

 

 

Ég hlustaði á brot úr rifrildi á alþingi í hádegisfréttum ,kom mér á óvart að Geir Haarde hæstvirtur forsætisráðherra skyldi verða svona reiður og hann virtist vera. Þá hefur stjórnarandstöðunni tekist það ætlunarverk sitt að skemmta skrattanum.Ingibjörg Sólrún er hins vegar greinilega komin frá Kanarí. Einhver benti mér á að það væri ástæða fyrir þessum kanaríeyjaferðum, þar væru fleiri hundruð atkvæði ef ekki þúsundir sálna sem þyrftu aðhlynningu og rétta innrætingu.Guðni  Agústsson er sagður hafa brillerað þar ytra á einhverjum fjölmennasta framboðsfundi síðustu ára.Mér er sagt að það væri umdeilt hvort um hefði verið að ræða alvöru framboðsfund eða uppistand a la Guðni.

 

Mikil lifandis skelingar ósköp skammast ég mín fyrir sleikjuhátt íslensku utanríkisþjónustunnar gagnvart bananalýðveldum heims og öðrum þróunarríkjum til að sníkja atkvæði til setu Íslands í öryggisráði sameinuðu þjóðanna. Þetta eru  leifar af stórmennskutímum Halldórs Ásgrímssonar,sem mokaði glæpsamlegri summu af samaflafé þjóðarinnar í utanríkisþjónustuna samfara því sem þörfin fyrir sendiráð minnkaði nær vikulega með samskiptabyltingunni.

 

 Milljarðar í húskofa í Tókíó og Berlín.

 

Og Valgerðir Sverrisdóttir hæstvirtur utanríkisráðherra,sem er mælandi á erlendri tungu eins og kvennaskólanemi á fyrsta ári gengur erinda þessa fyrrum leiðtoga síns. Ef það er eitthvað eitt atriði sem væri ástæða til að fella þessa ríkisstjórn á, þá er það þessi hundruða milljóna kosningabarátta sem engu skilar nema smyrslum á ego fárvita stjórnmálamanna.

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband