7.3.2007 | 13:11
Stórfrétt afneitar sjálfri sér
Hrafnaþing 8. mars.
Sæl og blessuð Hrafnaþing í miðvikudegi 8. mars. Þorarinn Tyrfingsson yfirlæknir á vogi og formaður SÁA hér á eftir.Mér finnst verið að sækja að SÁA þessa dagana, þrengja fjárhag samtakanna og dagfarsprúðir þingmenn detta á hausinn í ræðustóli hins háa alþingis eins og Pétur Blöndal á dögunum. Þingmaður sem að vísu býr við sveiflukendan árangur í sjálfsstjórn.
Þátturinn í gær með Inga Rútssyni og Jóhönnu Dalkvist vakti mikla athygli, þótt endursýning hans hafi því miður farist fyrir af tæknilegum orsökum,sem búið er að laga og verður hann endursýndur klukkan 9 í kvöld strax á eftir endursýningu þessa þáttar, á rás 18. á Breiðbandi og Adsl kerfi símans.Nú er sól í straumi,sem ætlar að reyna að grafa undan fjárhagslegu sjálfstæði Hafnarfjarðar að senda út sníkjubréf til almennings.Þeir muna væntanlega eftir að senda allavega eitt slíkt upp í Mosfellsbæ, þar sem afdankaðir krataleiðtogar búa.
Merkilegt hvernig lúserum tekst einhvern veginn alltaf að plata einhverja með sér í framboð engum til gagns. Sjáiði Margréti Sverrisdóttur, Jakob Frímann og Ómar Ragnarsson sjáiði Arndísi Björnsdóttur og Arnaþór Helgason.Allt ágætis fólk á eyðieyju.Hefur engan nýjan eða skynsamlegan boðskap fram að færa,aðeins skara eld að sinni persónulegu köku í nafni einhvers flokks eða samtaka.
Vita í raun að það er ekki græn glóra í því sem þau eru að gera og von um árangur annan en einhverja umræðu um þau sjálf er hverfandi eða engin.
Sjáiði Frjálslynda flokkinn.Búinn að eiga menn á þingi í bráðum 8 ár, gersamlega áhrifalaus smáflokkur,sem varð til í kringum 2 lúsera.
Er möugleiki á að vinstri grænir og sjálfstæðisflokkur eigi meiri samleið en við sjálfskipuðu spekingarnar fabulerum um. Fregnir úr Evrópunefnd davíðs odddsonar,sem nú er að ljúka meira en 3ja ára störfum herma að þar skrifi fulltrúar flokkanna undir sameiginlegt álit þar sem evrópuaðild er hafnað.Jafn brjálað og það sýnist eru stjórnmál í eðli sínu þannig að allir geta verið með öllum ef valdalöngunin er nægilega sterk. Ég man á langri blaðamennskuævi ekki eftir því að staðið hafi í leiðtogum stjórnmálaflokka og stuðningsmanna þeirra,að skýra út fyrir almenningi hvernig það væri í pólitíinni, að menn næðu aldrei fram ítrustu kröfum og yrðu því að slá af.Spurningin er bara um að halda nægilega vel aftur af sér í kosningabaráttu til að loka ekki hurðum. Svo eru ýmsir ansi lagnir við að opna harðlæstar hurðir.
Samingar um peninga taka oft á sig einkennilegustu myndir.Hún var skemmtileg fréttin í hádeginu á stöð 2 og bylgjunni um erindisbréf prestsins á þjórsárbökkum um kvíða tilfinningu sóknarbarnanna,sem eiga 5% hlut á móti ríkinu við ánna göróttu.Kvíðin virtist vera einkum vegna þess að búið væri að bjóða út hönnun 3ja rennslisvirkjana í ánni áður en neitt væri komið inn á bankareikninga sóknarbarnanna. Snjallir lögmenn vissu til forna að gott væri að eiga presta að bandamönnum.Það virðast lögmenn nútímans telja enn í fullu gildi. Ég ætla að vona að það hvarfli ekki að nokkrum manni að andleg vanlíðan sóknarbarna Þjórsárpresta eigi nokkurn annan uppruna en bótakvíða.
Það gæti verið að hitna í kolunum í kringum Glitni. Hannes Smárason og Fl group og Jón Ásgeir,sem í raun ráða ferðinni eða gætu það allavega í skjóli eignarhluts,velta fyrir sér nýrri flétt. Agnes Bragadóttir fréttir þægilega af þreyfingum og leggur að sjálfsögðu undir forsíðu moggans.Stríðsfrétt,sem endar á því að afneita sjálfri sér, vekur hins vegar upp skemmtilegar vangaveltur á gúrkutímum svona korteri fyrir kosningar.
Ég er ósáttur við uppgjörsfréttir frá íslenskri erfðagreiningu. Þar er endalaust talað um tap á rekstri upp á svona og svona marga milljarða og svo að eigið fé fyrirtækisins sé að verða uppurið.Staðreyndin er sú að erlendis aðilir hafa verið að greiða og halda áfram að greiða risaupphæðir til rannsóknar og þróunarvinnu þessa merka fyrirtækis, vitandi að gríðarlegur hagnaður getur verið handan við hornið,ef rétta talan kemur upp í lyfjaleitar lottói.
Íslensk erfðagreining er eitt merkilegasta fyrirtæki sem starfar hér á landi og raunar ótrúlegt að Kári Stefánsson skuli hafa látið sér detta til hugar að koma með þetta ævintýri hingað.Ég er gersamlega sannfærður um að einn góðan veðurdag. Innan 10 ára munu berast heimsfréttir úr Vatnsmýrinni og hlutabréfin,sem menn hafa notað sem betrekk á veggi heima hjá sér verða að erfðagóssi gulli þyngri.
Ég var að lesa í gærkvöldi í nýjasta Time magazin fréttaskýringu um hatur sunita og shíta sem sprengja hvor annan í tuga og hundraða tali í hverri viku í Írak.Stór merki legt grein,sem mogginn ætti að taka og endursegja lesendum sínum. Þetta hatur nær 1350 ár aftur í tíman og hefur ekkert með innrás bandamanna í landið að gera,annað en að það er notað sem átylla til hryðjuverka.Minnir óneitanlega ´´a trúarbragðastríð í meiri nálægð er mótmælendur og kaþólikkar á n-írlandi stútuðu hvor öðrum þar til fyrir örfáum árum. Skyrrðust meira segja ekki við að sprengja konur og börn í tætlur í þágu málstaðar.Nákvæmlega sama gera villimennirnir í Írak, hefna sín meira að segja með því að draga eiginkonur, mæður og ömmur óvina sinna út af heimilum þeirra og skjóta til bana.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook