11.2.2007 | 22:46
Samfylkingin notar ógæfu ógæfufólks sér til framdráttar
Alltaf jafn merkilegt þegar þjóðin tekur sótt ef svo má að orði komast.Ég held að flestir sem þurftu að vita hafi vitað að drengir voru barðir í Breiðavík.Ég man eftir því sem polli, er því var hvíslað að þessi eða hinn hefði verið sendur vestur. Menn vissu meira að segja fyrir 40 árum að úr þeim hafði verið barin sómatilfinning. Þetta voru margir svokallaðir vandræðagemsar,sem stálu, brutu rúður, hleyptu lofti úr dekkjum og höfðu almenna ánægju af því að skemma.Foreldrar þeirra hreinlega gáfust upp,kannski sérstaklega einstæðar mæður, eins og sú sem var á annarri hvorri sjónvarpstöðinni hér um kvöldið. Einn rámar mig í,sem mig minnir að hafi búið hjá ömmu sinni.Gamla konan var að niðurlotum komin og örvinluð, er hún gafst upp og lét hann í hendur barnaverndarfólks sem áframsendi hann vestur.
Það skiptir í raun engu máli hversu baldnir eða ofvirkir þessir drengir voru.Meðferðin sem virðist hafa viðgengist með blessun þeirra tíma barnaverndarnefnda verður aldrei réttlætt. Það er manndómsmerki þessarar ríkisstjórnar að taka þessi mál föstum tökum, bjóða síðbúna áfallahjálp og jafnvel bætur.Það er líka gott til þess að vita að í embætti félagsmálaráðherra situr landskunnur sómadrengur, Magnús Stefánsson.Blaðamannastéttin er komin með nokkrar rósir í hnappagatið í þessu máli og máli Byrgisins,en verður eins og alltaf að gæta þess að fara ekki fram úr sjálfri sér.Að taka aðra hlið málsins og dramatísera hana svo,að fólk bara trúir því ekki þegar hinn aðilinn kemur með sína útgáfu.
Á sunnudagskvöldi hef ég hvergi séð eða heyrt í nokkrum fjölmiðli frá einhverjum,sem staðfesti ofbeldi.Gamli bekkjarbróðir minn úr MR Sigurður Sigurðsson vígslubiskup,starfsmaður í Breiðavík fyrir 40 árum segist hafa fengið sögur frá drengjum beint í æð og í framhaldi lagt til að vistheimilinu yrði breytt úr langtímavistun í skammtíma.Hann hefur talið að eitthvað væri hæft í þessum sögum.
Mikilvægast er að lexían af þessu öllu tryggi eins og hægt er mannréttindi þeirra hundruða ógæfusömu einstaklinga sem þarf að vista á opinberum heimilum eða hælum.
Mikið óskaplega hraus mér hugur við sjónarspili Össurar Skarphéðinssonar í Silfri Egils í dag, þar sem hann var útbelgdur eins og púkinn á fjósbitanum að heimta afsökunarbeiðni frá ráðherrum og ríkisstjórn.Að taka svona mál og í örvæntingu reyna að gera það að kosningamáli er svona á par við meintar misþyrmingar.Samfylkingin hefur greinilega ákveðið að nota ógæfu ógæfufólks sér til framdráttar.Ég gæti gubbað. Agli Helgasyni,helsta kynningarfulltrúa íslenskra vinstrimanna og vikulegum leiðarihöfundi þeirra,fannst þetta greinilega hið besta mál.
Á morgun myndir úr fullkomnu 4 myndavéla stúdíói ÍNN,sem er tilbúið til útsendingar,en nú eru forsvarsmenn Mentis ekki nægilega ánægðir með útsendingarmerkið og hafa pantað nýja búnað með hraði frá útlöndum til að tryggja fyrsta flokks útsendingu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvar færðu eiginlega peninga til að setja á stofn og reka stúdíó ÍNN, elsku kallinn minn?
Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 12:19
Það er svo merkilegt með fólk eins og þig sem ert blaðrandi um Sjálfstæðisflokkinn og ágæti hans við hvert tækifæri að þú þolir ekki þegar fólk með eitthvað vit í hausnum tekur af skarið í viðleitni sinni til að aðstoða þá sem minna mega sín. Ég gæti líka gubbað en vegna manna eins og þín og annarra karlrembu h...vita sem hafa gert íslennskt samfélag sjúkt út í gegn. Passaðu bara að þú kafnir ekki í eigin ælu og vonandi ferðu á rassgatið með þessa sjónvarpsstöð eða hvað sem þú ert að gera.
Elfa Birna Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 16:52
Sæll, Ingvi Hrafn og þið öll !
Ekki finnst mér nú bölbænir Elfu Birnu Ólafsdóttur, þér og þínu stássi til handa neitt sérlega kræsilegar, né til undirtektar; en.............. Ingvi Hrafn ! Er ekki fulldjúpt, í árina tekið, að ætla Össurri og Samfylkingarfólki það, sem þú hyggur ? Á ekki allt þjóðfélagið, þsess tíma, sem nú nokkra sök; á málum þessum öllum ?
Vona, að stöð þín komist á legg, hið fyrsta og dafni, vel og lengi.
Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 17:37
Mikið er ég sammála henni Elfu Ingvi Hrafn er ekki neitt og veit ekki neitt skil ekki hvað hann kemst upp með að segja enda tekur maður ekki mikið mark á þessum manni,hef heyrt ljótar sögur af honum úr laxveiðiánni(svikari og ótrúverðugur)einn á vinstri vængnum.
Guðmundur Örn (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 17:44
Jæja Ingvi Hrafn, gaman að sjá hvað sumt fólk er tilbúið að opinbera heimsku sína hér á síðu þinni. Halda þessi Elfa Birna og einhver Guðmundur Örn (tugir sem heita það en best er auðvitað að fela sig, gefðu annars upp kennitölu, nafni) að nokkur sem les skrif þeirra taki mark á þeim, vegna þess að heiftin (og þar með stjórnleysið á eigin tilfiningum) ber þau ofurliði. Gangi þér vel Ingvi Hrafn með það sem þú ert að gera og mundu bara eitt: Því færri sem saman koma, því meiri meirihluta hafa þeir ! Dæmi: Fullt hús við Þjórsá 99.9% þjóðarinnar lét samt ekki sjá sig þar, annað dæmi: Hústökufólk, sem ekki einu sinni greiðir skatta í Mos, mætir ca 70-80 manns á fundi þar og vill hindra vegbyggingu til byggðar mun fjölmennari löglegrar byggðar, fær inni í fréttatímum alls staðar. Enginn fréttamaður spyr þetta fólk einnar einustu spurningar. Hústökufólkið í Mos er innan við 1% af íbúum þar. Hústökufólkið er innan við 0,1% af skattgreiðendum þar. Þetta mega professional mótmælendur vita, lika við hin.
Kveðja
Örn Johnson '43 (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 21:30
En þurfum við ekki að passa uppá að þetta endurtaki sig ekki... Og öll þessi mál , gömul og ný, sem nýðst er á börnum og ungmennum. Þetta er fólkið sem erfir landið. Hvernig verður stjórnin eftir 40 ár, þegar meirihlutinn á þingi hefur verið misnotaður andlega eða líkamlega.
Það er að koma í ljós svo mikil misnotkun á ungmennum um allt land. Erum við íslendingar óhæfir til að ala upp börn? Allir foreldrar að vinna alltof mikið, eða fíklar sem eru á bótum. Hvernig samfélag erum við að búa börnum okkar? Ég skammast mín oft fyrir að vera íslendingur, þegar ég heyri dómana yfir mislindismönnum. Ef þú brýtur af þér gagnvart peningum, þá færðu langa fangavist.
en ef þú brýtur af þér gagnvart öðru fólki... þá er bara slegið á hendina. Við þurfum aðeins að fara að taka til heima hjá okkur
Fishandchips, 12.2.2007 kl. 21:53
Vá mér tókst ætlunarverk mitt að draga fram litlu ljótu kallana og Guðmundur Örn talandi um að opinbera heimsku sína hér á síðunni, þú þarft nú ekki að gera það á svona áberandi hátt, Það er aðeins ein Elfa Birna Ólafsdóttir í símaskránni en ég ætla samt að biðja þig um að hringja ekki í mig því ég eyði ekki tíma mínum í krákur eins og þig. Kær kveðja, Elfa Birna Ólafsdóttir
Elfa Birna Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 15:28
Æi sorry Guðmundur Örn, ég ætlaði nú ekki að dissa þig í svari mínu. Nafnið sem ég ætlaði að rita í svari mínu er Örn Johnson og nú er málflutningi mínum lokið.
Elfa Birna Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 16:52
Skemmtilegt þetta auglýsingaplott þitt með alla þessa hrafna í Reykjavík Ingvi. Þetta er sannkallað hrafnaþing.
Birgir Þór Bragason, 13.2.2007 kl. 23:05
Ekki var nú hávaðinn í Össuri minni í þinginu á mánudag. Þetta var sem sagt allt glæpamönnunum í Framsóknarflokknum að kenna, að 10 konur voru misnotaðar og barnaðar af starfsmönnum Byrgisins. Hvað segir svo Fréttablaðið í dag:
"Að sögn landlæknis hefur embætti hans undir höndum nöfn ellefu kvenna sem samkvæmt sjúkraskrám höfðu verið barnshafandi í Byrginu á árunum 2001-2007. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins segjast sex þeirra hafa verið með barni þegar þær komu þangað, þrjár orðið ófrískar með unnusta eða eiginmanni, en ein með starfsmanni."
Þarf að segja meira um málflutning Össurar og félaga??Konni (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 10:14