Galli í útsendingartölvu seinkar ÍNN


 

Framkvæmdir við útsendingar- og framleiðslustúdíó ÍNN eru nú að komast á lokastig,en galli í nýrri útsendingartölvu setti strik í reikninginn og seinkar okkur um einhverja daga. Erum búnir að panta nýja , nú frá Hewlett Packard sannkallaða völundarvél. Skiptir ekki höfuðmáli hvaða dag fyrsta Hrafnaþingið fer í loftið,aðeins að útsendingin um víðan veraldarvef  og í sjónvarpi verði í hæsta gæðaflokki.Því lofar Maríanna Friðjónsdóttir, tæknilegur ráðgjafi okkar,sem hefur hannað stöðina frá A-Ö. Þekkingin sem hún býr yfir sprengir huga gamals máladeildarstúdents úr MR.

 

Ég er búinn að starfa í sjónvarpi frá því í apríl 1979 og hef sjaldan gefið mig út fyrir að skilja tæknihlið málsins og það sem gerist fyrir aftan myndavélarnar þótt ég sé nokkuð slarkfær fyrir framan þær.Verð hins vegar að viðurkenna að ég skila minna en nokkru sinni nýju tæknina,sem við munum beita og byggir m.a. á  einhverju sem kallast græna tjaldið,green screen. Búið að klæða stúdíóveggina og gólfið með rándýrum dúk.Myndavélarnar 4 verða síðan  samhæfðar og forritaðar gegnum HP tölvuna með nýjustu tækniforritum á markaðnum til að senda út mynd í hreint ótrúlegum gæðum. Við munum geta boðið viðskiptavinum okkur upp á   “ tæknibrellur” og framleiðslu á alhliða sjónvarps og vídíóefni á par við það sem gerist í útlandinu.

 

Ætla ekki að hætta mér út í frekari skýringar,láta það eftir markaðsmönnum okkar, þegar allt verður orðið klappað og klárt.Bara til að ítreka það sem ég hef áður sagt,að ÍNN ehf verður allavega næstu misseri einkum iðnfyrirtæki við efnisframleiðslu og leigu á stúdíóaðstöðu og búnaði.Hrafnaþing verður fyrsti þátturinn sem fer í loftið,en margs konar hugmyndir eru að þáttagerð og með haustinu verðum við hugsanlega komin með 4 tíma fjölbreytta innlenda, þjóðmála- og viðskiptatengda dagskrá. Útsendingarsíðan okkar inntv.is er framleiðslu og verður til um leið og fyrsta merkið fer í loftið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tala fyrir mig og mína....bíð spenntur.  Þín er sárt saknað af skjánum.  Vonandi kemst þessi stöð sem fyrst í loftið.  

SkúliS 

skúlis (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 11:48

2 identicon

Tek undir orð nafna míns “þín er sárt saknað” og veit að svo er um marga aðra. Ég er viss um að áhorfið verður gott og þú munt njóta þess að koma á skjáinn og hrella ónefnda og gleðja aðra. Með þakklæti fyrir góðar stundir. Skúli P.

Skúli Pálsson (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 15:36

3 identicon

Get varla sagt ég sakni þín en í guðanna bænum fáðu fagmenn til að búa til betra fréttastef en það sem nýbúið er að taka upp hjá RÚVinu.  Það er einhver sá geldasti og mónótóniski tónn sem heyrst hefur úr mínu viðtæki.  Fréttafíkill

Fréttafíkill (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 18:22

4 identicon

Verður fínt að fá þig á skjáinn aftur en í guðanna bænum hættu að tala endalaust um meinta reynslu þína til fimmtíu ára (eða hvað það er, þú ert alltaf að bæta í) í fjölmiðlun.

Þú og aðrir íslenskir fréttamenn verða að hætta þessu egó kjaftæði. Tökum þig sem dæmi. Þó þú hefðir unnið á stærsta fjölmiðli íslands alla þína tíð þá væri það minni reynsla en að hafa unnið á meðalstóru háskólafréttabréfi í Ameríku í tíu ár.

Komdu þér niður á jörðina.

Með vinsamlegri kveðju.

Örn Johnson

Örn Johnson (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 00:38

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband