Guðjón Arnar þykist vera úti að aka

 

Það er með hreinum ólíkindum að lesa ágætt viðtal Agnesar Bragadóttur við Guðjón Arnar Kristjánsson formann Frjálslynda flokksins. Agnes sýnir enn einu sinni svo ekki verður um villst að hún er einn albesti penni og viðtalshöfundur íslenskrar blaðamannastéttar. Formaður Frjálslynda flokksins er gersamlega út á þekju í hreinum blekkingartilgangi.Hann þykist ekki skilja útlendingaandúðarstefnu flokksins,sem Magnús Þór Hafsteinsson innleiddi á dögunum og færði flokknum strax 5 prósentustiga fylgisaukningu.

 

Málflutningur þingmanna frjálslyndra er engin íslensk heimasuða heldur hnitmiðaður og þaulæfður byggður á málflutningi skandinavískra “ öfgaflokka”, með þann tilgang einan að reyna í örvæntingu að bjarga drukkandi flokki. Svona eins konar pólitískt Markúsar björgunarnet.Kvótagreifarugl þeirra er löngu úrelt.

 

Það sem kannski er merkilegast,er að þessi málflutningur er ekkert óeðlilegur. Hvað er óeðlilegt við að fólk hafi áhyggjur af óheftu streymi útlendinga inn á íslenskan vinnumarkað.Sagði mér maður sem ég hitti í Borgarnesi í dag að hann héldi að Pólverjarnir hjá Loftorku og fleiri fyrirtækjum í Borgarnesi væru farnir að slaga hátt á annað hundrað, eða sem svarar að 10. hver Borgnesingur sé af pólskum uppruna.Þar að auki væri konum að fjölga,sem væru kærkomið vinnuafl t.d í Eðalfiski og Borgarnes kjörvörum.Hann bætti við að upp til hópa væri þetta vinnusamt og nægjusamt sómafólk.

 

Væntanlega er svo um flesta farandverkmennina, en innan um eru líka skemmd epli.

Hér á landi snýst málið ekki um það. Það snýst um hvort Frjálslyndir ætli að bjarga þingsætum sínum með því að ala á tortryggni í garð þessa fólks í heild sinni með tali um berkla og aðra sjúkdóma,sem kunni að berast hingað og launalækkun hjá íslensku verkafólki vegna nægjusemi útlendinganna, er kemur að launum og aðbúnaði..Allt eru þetta mikilvæg mál,sem verður að ræða af hreinskilni.Það má hins vegar ekki láta litla persónulega klofningsflokkinn komast upp með  að reyna að bera af sér málflutning með blekkingum,málflutning sem ískalt og hnitmiðað er ætlað að bjarga tilvist hans.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sæll. Hefur þú kynnt þér stefnu frjálslyndra í málefnum útlendinga ? Ef svo er sem ég efast þó nokkuð um eftir að hafa lesið skrif þín, hvað er það sem þér misbýður svona hrapalega ?

Níels A. Ársælsson., 4.2.2007 kl. 21:29

2 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Sæll Ingvi Hrafn!

Þér skjöplast hrapallega í þessum palladómi. Nú er ég ekki aðdáandi Frjálslynda flokksins, en hlýt að undrast hvaðan úr himingeimnum menn grípa þessa tilfinninngu að flokkurinn eða áberandi einstaklingar í honum iðki útlendingaandúð.

Þótt ég hafi lagt eyrun við og lesið allt sem auga á festir, hef ég hvergi orðið var við þetta, en þar á móti heyrt og séð viðvaranir við umhirðulausu aðstreymi erlendra ríkisborgara. Ég held að allir séu í rauninni sammála þeim um það, þótt Frjálslyndir hafi orðið til að vekja máls á þessu annars augljósa viðfangsefni.

Með kveðju,

Herbert Guðmundsson, 5.2.2007 kl. 09:50

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Ingvi,  mér finnst þú skemmtilegur. 

Nú fékkst þú aldeilis verðugt verkefni, sem er að kynna þér stefnu Frjálslyndra í málefnum útlendinga og svara Niels A. Ársælssyni. Þannig getur þú rekið af þér slyðruorðið og afsannað að þú sért galgopi. Gangi þér vel. 

Sigurður Þórðarson, 5.2.2007 kl. 11:09

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hugsanlega getur eitthvað af þessum innflytjendum setið á sa´rs höfði með innfæddum, á meðan næg atvinna er en þegar harðnar á dalnum er ekki eins víst,a ð menn taki svonefndu ,,fjölmenningarþjóðfélagi" fagnadi.

Það er háttur horskra manna, að læra af reynslu annarra.  Það höfum við ekki gert í þessum efnum, svo mikið virðist víst.

Mér er til efs, að margir þeir vinir okkar, sem byggðu upp þjóðfélag alsnægta hérlendis, hafi ætlað það til brúks fyrir alla þá, sem vilja laga sín kjör, hvaðan sem er í Evrópu og raunar víðar.

Annars skiptir afar litlu, hvað menn skrifa mikið á pappír eða blogga, venjulegir brauðstritarar munu auðvitað vilja verja sinn re´tt, hvern þeir hafa öðlast með baráttu og ákveðnum fórnum,  í formi afdráttar af launum og þessháttar.

 Hélt í alvöru, að þú værir ekki einn þessara PC sífrara.

Bjarni Kjartansson, 5.2.2007 kl. 13:10

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband