Fyrsta útsending ÍNN kl 16.34

Fyrsta útsending ÍNN var kl. 16.34.

 

Það hríslaðist niður bakið á mér klukkan rúmlega hálffimm,er fyrsta merkið frá ÍNN í tilraunasendingu fór út um víðan heim.Við vorum 4 í stúdíóinu á 2.hæð að Fiskislóð 14,auk mín Maríanna Friðjónsdóttir yfirsnillingur í sjónvarpstækni,Frosti Heimisson verkefnastjóri Mentis og Ingvi Örn Ingvason framkvæmdastjóri ÍNN ehf. Búnaðurinn okkar megin aðeins 2 fartölvur með vefmyndavélum.Á hinum endanum búnaður,sem tæknimenn Símans hafa gert kláran af stakri snilld og á mettíma.Ummæli mín á dögunum um einhverjar leyfar af ríkiseinokunarrisa, ét ég hér með ofan í mig.

 

Á morgun hefjast svo tæknimenn Sonydeildar Nýherja uppsetningu útsendingarversins og kannski tekst okkur um helgina í tilraunaskyni að senda út eins og eitt Hrafnaþing. Enda er mér orðið töluvert niðri fyrir eftir um 4 mánaða fjarveru frá ljósvakanum.Ég tala ekki um, nú er Hæstriréttur Íslands hefur opinberlega leyst niður um Johannessen og H.B. Snorrason með algerri sýknun í Baugsmálinu.Ekki seinna vænna en að Snorrason fengi stöðuhækkun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

Glæsilegt. 
Þetta er framtíðin og Hrafninn lyftir sér til flugs á ný og við krunkum með

Brosveitan - Pétur Reynisson, 26.1.2007 kl. 16:29

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband